Tommy Lee nýjasti Íslandsvinurinn

Rokkstjarnan Tommy Lee

Tommy Lee kom til landsins í dag og ekki var það vandræðalaust.  Þessi heimsfrægi rokkari átti í nokkrum útstöðum við íslenska veðrið áður en hann komst til svítu sinnar.

Flugvélin sem Tommy Lee ferðaðist með gat, sökum veðurs, ekki lent á Keflavíkurflugvelli í morgun.  En mikill vetrarhamur komst í íslenska veðrið á suðvesturhorni landsins í morgun og urðu því miklar tafir á bæði innanlands- og millilandaflugi.  Flugvélin þurfti því að fara til Egilsstaða til lendingar og komst ekki fyrr en seinnipart dags til Keflavíkur.  Ekki var þó sagan öll því bílinn sem flytja átti rokkarann til hótelsins lenti í vandræðum á Reykjanesbrautinni og festist, hann komst þó að lokum á áfangastað.

Eins og alvöru stjarna voru kröfur Tommy nokkrar með komu hans til landsins, en hann vill eingöngu gista á forsetasvítum.  Einnig þarf að vera áfengi við hönd á herberginu og má þar nefna flösku af Jagermeister, Vodka og Kampavín.

Tommy Lee var trommari hljómsveitarinnar Mötley Crüe og hefur líka öðlast mikla frægð fyrir að vera fyrrverandi eiginmaður Pamelu Anderson, en þau áttu í stormasömu hjónabandi og eiga sama tvo stráka.


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir