Tónlistarlaus veröld

Ég er mikið búin að vera að hugsa um tónlist, bæði vegna verðlaunanna í gær og bara almennt. Hvar værum við án hennar, í alvöru ég væri eflaust komin í klaustur uppá hálendið í einangrun og orðin algjör íhugunar nunna eða alvöru kvenmunkur. Eflaust bæði skemmtilegt á sinn hátt, alltaf gaman að prófa nýja hluti, lífið er svo margbreytileg. En ef við skoðum Mugison, mér finnst hann frábær, hann er hreinn og beinn, laus við yfirlæti og nær svo vel til fólksins. Fór á tónleika í Húsavíkurkirkju þegar hann kom í haust og varð alveg hræðilega hrifin, hafði ekkert hlustað á hann fyrr en bara þetta kvöld og ég skal segja ykkur að kirkjan hreinlega nötraði og skalf í orðsins fyllstu merkingu, skírnarskálin nánast skvetti heilaga vatninu á meðlimi Mugison og altaristaflan dansaði á veggnum.

 Kirkjan var svo stútfull að engin messa hefur toppað svona húsfylli. Þeir voru allir svo fjandi góðir, bassi, trommari og bara allir algjörlega að gera sitt. Svo er líka órúlega góður hljómburður í kirkjum það er alveg ótrúlegt. En án tónlistar gæti ég ekki verið sem betur fer er ég algjör alæta nánast ef ég dreg frá óperur þær skiljast ekki. En allt þar á milli þungarokk, jass, Bob Marley, Clapton, ...bara allt. 

En okkar Mugison stendur uppúr klárlega enda vel að því kominn og óska ég  honum innilega til hamingju!

Arna Þórarindóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra sem ţćr skrá. Landpósturinn áskilur sér ţó rétt til ađ eyđa ummćlum sem metin verđa sem ćrumeiđandi eđa ósćmileg.
Smelltu hér til ađ tilkynna óviđeigandi athugasemdir.

Svćđi

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiđlafrćđinema viđ Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guđmundsson, Hjalti Ţór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir