Trú og fordómar

Undanfarið hefur umræðan um trúboð eða -fræðslu í skólum farið hátt. Skiptar skoðanir eru t.d. um það hvort leyfa eigi Gídeonfélaginu að koma í skóla og afhenda börnum þar Nýja testamenti að gjöf. Maður spyr sig: Er ekki mikilvægt að fræða börnin, þar sem fordómar byggja á vanþekkingu?

Fordómar gagnvart framandi hópum eru oft áberandi á okkar ástkæra landi. Það að taka öll trúarbrögð og fræðslu um þau út úr skólum, mun líklega hjálpa til við það að gera trúarbrögð framandi fyrir börnunum. Fordómar byggjá á fáfræði og til að sporna við fáfræði notumst við jú við fræðslu, eða hvað?

Væri þá kannski ágætt að leyfabörnum að fræðast um trú, um það sem hefur mótað menningu þjóðarinnar í gegnum margar aldir? Eða strika þetta út og hætta þá á aukna fordóma...

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra sem ţćr skrá. Landpósturinn áskilur sér ţó rétt til ađ eyđa ummćlum sem metin verđa sem ćrumeiđandi eđa ósćmileg.
Smelltu hér til ađ tilkynna óviđeigandi athugasemdir.

Svćđi

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiđlafrćđinema viđ Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guđmundsson, Hjalti Ţór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir