Túlkur í Tösku

Halldór međ túlkinn
Einn margra nemenda í Frammhaldskóla Austur Skaftafellssýslu (FAS) er Halldór  Ólafsson en hann er mjög heyrnarskertur. Hann hefur fengið kennslu við hæfi og hafa ýmsir möguleikar verið notaðir til að auðvelda honum námið. Oft er stuðst við samskiptaforritið skype og einnig koma túlkar reglulega í skólann. 
Algjör bylting varð þó fyrir skömmu í málum heyrnarskertra þegar "Túlkur í tösku" var kynntur til sögunnar.


Halldór er nú með spjaldtölvu í þeim kennslustundum sem hann sækir með öðrum nemendum. Það sem að kennararnir í FAS segja er túlkað á táknmál í Reykjavík og Halldór sér það í gegnum spjaldtölvuna. Þetta fyrirkomulag auðveldar bæði Halldóri og kennurum að hafa samskipti.  

Tilraunaverkefnið "Túlkur í tösku" er margt í senn. Auk túlkaþjónustu er hægt að fletta upp merkingu tákna. Einnig er hægt að horfa á myndbönd á táknmáli og lesa greinar svo eitthvað sé nefnt. 
Samskiptamiðstöð heyrnalausra og heyrnaskerta heldur úti vef sem er þekkingarbrunnur fyrir íslenskt táknmál bæði fyrir vef og farsíma. 
Að vonum er Halldór mjög ánægður með þetta nýja fyrirkomulag.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra sem ţćr skrá. Landpósturinn áskilur sér ţó rétt til ađ eyđa ummćlum sem metin verđa sem ćrumeiđandi eđa ósćmileg.
Smelltu hér til ađ tilkynna óviđeigandi athugasemdir.

Svćđi

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiđlafrćđinema viđ Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guđmundsson, Hjalti Ţór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir