Flýtilyklar
Úkraínu aftur refsað fyrir kynþáttaníð
Knattspyrnusamband Úkraínu (e. Football Federation of Ukraine, FFU) var á dögunum dæmt að greiða knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA, 97.000 evrur eða 13.592.610 krónur í sekt vegna kynþáttaníð stuðningsmanna í 0-1 tapi fyrir Spán í Kiev í október. Stuðningsmenn Úkraínu höfðu einnig sett upp ólöglega borða og skilti ásamt því að beina laser geislum að leikmönnum andstæðinganna. Úkraína mun því leika næsta keppnisleik sinn í UEFA keppni fyrir tómum velli. Þetta er alls ekki í fyrsta skipti sem Úkraína lendir í vandamálum vegna kynþáttafordóma en landslið þeirra verður líka að spila næsta leik sinn í alþjóðlegri keppni FIFA fyrir luktum dyrum eftir kynþáttaníð stuðningsmanna í leik í undankeppni HM 2014 gegn San Marínó.
Mynd: Sergei Supinsky / AFP / Getty Images
Næsti heimaleikur Úkraínu í FIFA keppni er einmitt gegn Íslandi þann 5. september 2016. Það munu því engir áhorfendur vera á þeim leik og ljóst að enginn íslenskur stuðningsmaður fær að fylgja liðinu út.
Síðastliðin miðvikudag var Dynamo Kiev dæmt að greiða 100.000 evrur eða 14.013.000 krónur í sekt og spila næstu tvo evrópuleiki sína fyrir luktum dyrum eftir kynþáttaníð stuðningsmanna. Myndbandsupptökur sýndu stuðningsmenn Dynamo Kiev ráðast að fjórum dökkum stuðningsmönnum liðsins en þetta er í þriðja skipti á þremur árum sem liðið er dæmt til að leika heimaleiki sína með enga áhorfendur.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
Athugasemdir