Umhverfisvotta­ir Vestfir­ir

Sveitarfélög á Vestfjörðum hafa fengið brons-vottun frá umhverfissamtökunum EarthCheck og eru Vestfirðir nú orðnir vottað svæði í heild sinni. Með vottuninni skuldbinda sveitarfélög sig til að tryggja sjálfbærni auðlinda sem og að taka mið af náttúrunni í öllum ákvörðunum sínum.

EarthCheck eru einu samtökin á heimsvísu sem umhverfisvotta sveitarfélög og hefur Fjórðungssamband Vestfirðinga unnið að málinu á síðustu mánuðum.  Verkefnið naut fjárhagsstuðnings sveitarfélaganna og einnig verkefnasjóðs umhverfis- og auðlindaráðuneytisins.

Ýmis tækifæri geta falist í því að Vestfirðir séu umhverfisvottaðir, bæði fyrir íbúa og fyrirtæki á svæðinu. Stefnt er að því að verkefnastjóri Fjórðungssambands Vestfirðinga kynni ferli vottunarinnar síðar í janúar, bæði fyrir almenningi og sveitarstjórnum.


Athugasemdir

Athugasemdir eru ß ßbyrg­ ■eirra sem ■Šr skrß. Landpˇsturinn ßskilur sÚr ■ˇ rÚtt til a­ ey­a ummŠlum sem metin ver­a sem Šrumei­andi e­a ˇsŠmileg.
Smelltu hÚr til a­ tilkynna ˇvi­eigandi athugasemdir.

SvŠ­i

Landpˇstur er frÚttavefur
fj÷lmi­lafrŠ­inema vi­ Hßskˇlann ß Akureyri.á
KENNARAR OG UMSJËNARMENN
Birgir Gu­mundsson, Hjalti ١r Hreinsson, Sigr˙n Stefßnsdˇttir