UN Women

Alþjóðlegur dagur Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi er haldinn ár hvert 25. nóvember og þá hefst jafnframt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi sem stendur fram að Mannréttindadeginum 10. desember. 

Ljósganga UN Women á Íslandi hófst í gærkvöldi klukkan 19 í Alþingisgarðinum og gengið var að Bíó Paradís við Hverfisgötu. Í Alþingisgarðinum var hægt að skrifa undir eftirfarandi áskorun: „Við krefjumst þess að stjórnvöld geri ALLT sem í þeirra valdi stendur til að útrýma ofbeldi gegn konum: hér heima og að heiman!“ Hildur Lilliendahl og Hanna Björg Vilhjálmsdóttir voru heiðraðar fyrir framlag sitt í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi og leiddu gönguna.

Tvær ungar afghaniskar stúlkur stofnuðu þennan viðburð í mars, 2011 til þess að reyna bæta líf kvenna í Afghanistan, en konur þar hafa þurft að sæta ýmis konar misnotkun eins og til dæmis heimilisofbeldi, mannsal og þurfa oft að ganga óviljugar í hjónabönd.  Konur sem reyna að flýja hjónabönd eða tilkynna nauðgun eru handteknar og ekki teknar alvarlega.

Samtökin hafa vakið athygli víða um heim af konum sem vilja bæta réttindi kvenna víðsvegar um heiminn og hefur þessur dagur verið tileinkaður þessu verðuga málefni. 


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir