Ungfrú Ísland beðin um að grenna sig fyrir lokakvöldið

Arna Ýr á EM 2016 í sumar

í gærkvöldi á Snapchatreikning Ungfrú Ísland 2015 Örnu Ýr Jónsdóttur talaði hún um að eigandi og dómarar keppninar Miss Grand International 2016  sem fer fram í Las Vegas um þessar mundir, hefðu skipað henni að grenna sig fyrir lokakvöld keppninar sem fer fram næsta þriðjudagskvöld. Þeir sögðu henni að sleppa morgunmat, fá sér salat í hádegismat og vatn á kvöldin fram að keppni. Hún var talin of feit fyrir keppnina. Arna Ýr var í landsliðinu í frjálsum íþróttum í stangastökki og er hún með sterkan vöxt vegna þessa.  Örnu var brugðið við þessi ummæli en henni hafði verið sagt þetta vegna þess að dómurunum líkaði vel við hana og langði að henni myndi ganga sem best. „Ef eigandi keppninnar vill í alvörunni að ég létti mig þá á hann ekki skilið að fá mig í topp tíu, topp fimm eða eitthvað,“ segir Arna Ýr. Arna sagði á Snapchat að hún lætur ekki bjóða sér upp á svona framkomu og finnst þau eiga hana ekki skilið. Hún er sjálfsörugg ung stúlka sem á bjarta framtíð fyrir sér og lætur ekki vaða yfir sig. Arna hefur engan metnað til þess að standa sig vel í þessari keppni ef að þau eru ekki sátt við hvernig hún er. 
Arna Ýr er mikil fyrirmynd ungra stúlkna í dag. Arna Ýr segir að lokum „Þetta er staðfest síðasta keppnin sem ég tek þátt í. Ég læt ekki bjóða mér upp á þetta aftur,“  


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir