Ungmenni myrtu mann með golfkylfu

Ekki er vitað hvernig golfkylfa var notuð.

Ungt fólk réðu 72 ára karlmanni bana í bænum Munkebo í Danmörku. Segja þau að maðurinn hafi káfað á ungri systur eins þeirra og að svona hefði ekki farið ef maðurinn hefði sýnt vott af eftirsjá. 

Ungmennin höfðu verið gestkomandi á heimili mannsins, en það var húshjálp mannsins sem fann hann liggjandi í blóði sínu. Blóð var einnig víða í íbúðinni. Þó var þetta ekki talið morð í fyrstu því það sáust engar vísbendingar um að maðurinn hefði verið myrtur og  var hafist handa við að ræða við nágranna fórnarlambsins.

Á sunnudagskvöld komu svo vísbendingar um að maðurinn hefði lent í árás þriggja ungmenna og voru þau handtekin í framhaldinu. Sögðu þau fyrir dómstólum hafa barið hann með golfkylfu og traðkað svo á honum.

Ungmennin eru 15, 16 og 18 ára og búa öll í nágrenni mannsins.


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir