Uppgjör Ólympíuleikanna

Nemendur fylgjast spenntir međ stigahlaupi. Mynd: Ari Brynjólfsson
Ólympíuleikar stúdenta við Háskólann á Akureyri er árlegur viðburður þar sem deildarfélögin senda lið til að keppa í hinum ýmsu þrautum og íþróttum. Keppnin stendur yfir í viku í senn og voru ólympíuleikarnar 2013 haldnir daganna 11.-15.nóvember. Farandbikar bíður þess deildarfélags sem hefur flest stig á föstudagskvöldinu, mikill heiður er í húfi og uppgjöf ekki í boði. Blaðamaður Landpóstsins fylgdi Ólympíuleikunum samviskusamlega eftir. Á fyrsta kvöldi Ólympíuleika HA héldu deildarfélögin yfir í Borgir og kepptu í stigaboðhlaupi og pílukasti. Reki, félag viðskiptafræðinema, stóð uppi sem sigurvegari í pílukastinu eftir æsispennandi slag við Stafnbúa, félag auðlindafræðinema. Stafnbúi hafði þó yfirburði í stigahlaupinu og vann með 15 sekúndna forskoti á næsta lið.
Reipitogið fór fram í Miðborg í hádeginu 12.nóvember 2013. Reki bar að lokum sigur úr býtum eftir frækilega baráttu við Kumpána, félag félagsvísindanema.Átökin héldu áfram með körfubolta í Glerárskóla. Þemis, félag laganema náði loksins að tryggja sér sigur og rífa sig upp frá botninum.Fámennt en góðmennt var í hádeginu en áhorfendastæðin fyrir utan bókasafnið eru ekki hönnuð fyrir snjókomu.Eir, félag heilbrigisvísindanema, kom öllum á óvart með vaskri frammistöðu í brennibolta og stígvélasparki en Reki náði ávallt að sleikja fram sigur. Ólympíuleikarnir færðu sig síðan yfir í Þelamörk þar sem keppt var í bandý. Hörku spenna er byrjuð að myndast þar sem Reka er að fatast flugið og enduðu þeir í fjórða sæti eftir bráðabana við Eir.Dramatíkin var í hámarki á lokadegi ólympíuleikanna þegar lið deilarfélaganna mættust í fótbolta í Glerárskóla. Magister, félag kennaranema, náði ekki að safna í lið og í leikur Kumpána og Stafnbúa var svo harður að vítaspyrnukeppni þurfti til að fá úrslit.Staðan fyrir lokakvöldið í Keiluhöllinni:Stigafjöldi deilarfélaganna:


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra sem ţćr skrá. Landpósturinn áskilur sér ţó rétt til ađ eyđa ummćlum sem metin verđa sem ćrumeiđandi eđa ósćmileg.
Smelltu hér til ađ tilkynna óviđeigandi athugasemdir.

Svćđi

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiđlafrćđinema viđ Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guđmundsson, Hjalti Ţór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir