Uppskrift að góðum verslunardegi um jól

Núna í desember er mikilvægt að hugsa vel um líkamann. Það tekur á að versla jólagjafir og eyða endalausum tíma í biðröðum í búðum eða bílastæðahúsum við verslunarmiðstöðvar.  Þá er gott að fara vera vel undirbúinn og mikilvægt að næra sig vel. Beikonpylsa með bernaise sósu og kartöflusalati er lausnin.

Uppskrift: 1 SS pylsa, 4 sneiðar beikon, 4 msk. köld bernaise sósa (Kjötkompaní), 3 msk. kartöflusalat, handfylli klettasalat, saxaður rauðlaukur, 2 ostsneiðar 1/4 baguett úr bakaríi.

Vefjið beikonsneiðunum utan um pysluna og steikið við miðlungshita á öllum hliðum þar til beikonið er orðið stökkt. Skerið í baguett rauf og setjið fyrst klettasaltið og rauðlaukinn. Síðan er kartöflusalatið sett þar ofan á. Bræðið ostinn í 3 sek. á pönnu og leggið hann ofan á kartöflusaltið. Setjið að lokum beikonpylsuna ofan á og hellið bearnaise sósunni yfir pylsuna. 

Ef að farið er í jólaleiðangur á laugardegi og vitað er fyrirfram að allir eru að hugsa það sama þá er kjörið að skella í sig tveimur beikonpylsum að lágmarki og einum jólabjór.


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir