Flýtilyklar
Uppskrift að góðum verslunardegi um jól
Núna í desember er mikilvægt að hugsa vel um líkamann. Það tekur á að versla jólagjafir og eyða endalausum tíma í biðröðum í búðum eða bílastæðahúsum við verslunarmiðstöðvar. Þá er gott að fara vera vel undirbúinn og mikilvægt að næra sig vel. Beikonpylsa með bernaise sósu og kartöflusalati er lausnin.
Uppskrift: 1 SS pylsa, 4 sneiðar beikon, 4 msk. köld bernaise sósa (Kjötkompaní), 3 msk. kartöflusalat, handfylli klettasalat, saxaður rauðlaukur, 2 ostsneiðar 1/4 baguett úr bakaríi.
Vefjið beikonsneiðunum utan um pysluna og steikið við miðlungshita á öllum hliðum þar til beikonið er orðið stökkt. Skerið í baguett rauf og setjið fyrst klettasaltið og rauðlaukinn. Síðan er kartöflusalatið sett þar ofan á. Bræðið ostinn í 3 sek. á pönnu og leggið hann ofan á kartöflusaltið. Setjið að lokum beikonpylsuna ofan á og hellið bearnaise sósunni yfir pylsuna.
Ef að farið er í jólaleiðangur á laugardegi og vitað er fyrirfram að allir eru að hugsa það sama þá er kjörið að skella í sig tveimur beikonpylsum að lágmarki og einum jólabjór.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
Athugasemdir