Flýtilyklar
Úrslit Íslandsmeistaramótsins í klassískum kraftlyftingum
Íslandsmeistaramótið í klassískum kraftlyftingum fór fram í Hertz höllinni á Seltjarnarnesi í gær. Alls voru 49 keppendur skráðir og var mjög góð mæting áhorfenda.
Stigahæst kvenna var Helga Guðmundsdóttir (LFH) með 408,2 Wilks-stig. Helga keppti í -72 kg flokki. Hún lyfti 135 kg í hnébeygju, 95 kg í bekkpressu og kláraði mótið með 160 kg í réttstöðulyftu. Samanlagður árangur hennar var því 390 kg sem landaði henni bronsi í 72 kg flokki.
Stigahæstur karla var Viktor Samúelsson (KFA) með 442,8 Wilks-stig. Viktor sigraði í sínum flokki, -120 kg fl. þar sem hann lyfti 770 kg samanlagt. Viktor lyfti 275 kg í hnébeygju, 200 kg í bekkpressu og 295 kg í réttstöðulyftu. Viktor gerði tilraun við Norðulandamet unglinga í klassískri bekkpressu með 214 kg en hún fór ekki upp að þessu sinni.
Önnur úrslit og met:
Hnébeygjubikar kvenna hlaut Birgit Rós Becker (Breiðablik), sem keppti í 72 kg fl. og beygði 165 kg (163,5 Wilks-stig), sem er nýtt Íslandsmet.
Hnébeygjubikar karla hlaut Einar Örn Guðnason (Akranes), sem keppti í 105 kg fl. og beygði 275 kg (164,2 Wilks-Stig), sem er nýtt Íslandsmet.
Bekkpressubikar kvenna hlaut Fanney Hauksdóttir (Gróttu), sem keppti í 63 kg fl. og bætti eigið Íslandsmet með 108 kg (116,7 Wilks-stig).
Bekkpressubikar karla hlaut Dagfinnur Ari Normann (Stjörnunni), sem keppti í 83 kg fl. og sló eigið Íslandsmet með 170 kg lyftu (115,9 Wilks-stig).
Réttstöðulyftubikar kvenna hlaut Ragnheiður Kr. Sigurðardóttir (Gróttu), sem keppti í 57 kg fl. og setti nýtt Íslandsmet með 151,5 kg (177,1 Wilks-stig).
Réttstöðulyftubikar karla hlaut Ingvi Örn Friðriksson (KFA), sem keppti í 105 kg fl. og lyfti 290,5 kg (175,6 Wilks-stig) sem er nýtt Íslandsmet.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
Athugasemdir