Úrslit Íslandsmeistaramótsins í klassískum kraftlyftingum

Verðlaunaafhending frá mótinu.

Íslands­meist­ara­mótið í klass­ísk­um kraft­lyft­ing­um fór fram í Hertz höllinni á Seltjarnarnesi í gær.  Alls voru 49 keppendur skráðir og var mjög góð mæting áhorfenda.

Stiga­hæst kvenna var Helga Guðmunds­dótt­ir (LFH) með 408,2 Wilks-stig. Helga keppti í -72 kg flokki.  Hún lyfti 135 kg í hné­beygju, 95 kg í bekkpressu og kláraði mótið með 160 kg í rétt­stöðulyftu.  Sam­an­lagður ár­ang­ur henn­ar var því 390 kg sem landaði henni bronsi í 72 kg flokki.

Stiga­hæst­ur karla var Vikt­or Samú­els­son (KFA) með 442,8 Wilks-stig. Vikt­or sigraði í sín­um flokki, -120 kg fl. þar sem hann lyfti 770 kg sam­anlagt.  Viktor lyfti 275 kg í hné­beygju, 200 kg í bekkpressu og 295 kg í rétt­stöðulyftu.  Vikt­or gerði til­raun við Norðulanda­met ung­linga í klass­ískri bekkpressu með 214 kg en hún fór ekki upp að þessu sinni.

Önnur úr­slit og met:

Hné­beygju­bik­ar kvenna hlaut Birgit Rós Becker (Breiðablik), sem keppti í 72 kg fl. og beygði 165 kg (163,5 Wilks-stig), sem er nýtt Íslands­met.

Hné­beygju­bik­ar karla hlaut Ein­ar Örn Guðna­son (Akra­nes), sem keppti í 105 kg fl. og beygði 275 kg (164,2 Wilks-Stig), sem er nýtt Íslands­met.

Bekkpressu­bik­ar kvenna hlaut Fann­ey Hauks­dótt­ir (Gróttu), sem keppti í 63 kg fl. og bætti eigið Íslands­met með 108 kg (116,7 Wilks-stig).

Bekkpressu­bik­ar karla hlaut Dag­finn­ur Ari Normann (Stjörn­unni), sem keppti í 83 kg fl. og sló eigið Íslands­met með 170 kg lyftu (115,9 Wilks-stig).

Rétt­stöðulyftu­bik­ar kvenna hlaut Ragn­heiður Kr. Sig­urðardótt­ir (Gróttu), sem keppti í 57 kg fl. og setti nýtt Íslands­met með 151,5 kg (177,1 Wilks-stig).

Rétt­stöðulyftu­bik­ar karla hlaut Ingvi Örn Friðriks­son (KFA), sem keppti í 105 kg fl. og lyfti 290,5 kg (175,6 Wilks-stig) sem er nýtt Íslands­met.


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir