Út og suđur, og út í geim

Mynd: stjornuskodun.is

Ég fékk þá flugu í höfuðið um daginn að kíkja á NASA TV og fylgjast með því þegar geimferjunni Discovery var skotið á loft. Aðallega vegna þess að þetta er síðasta ferð Discovery út í geim og að þetta er eitt af síðustu skiptunum sem notast verður við þessar geimferjur til þess að koma fólki út í geim. Það er hálf hlægilegt til þess að hugsa að á næstu árum þurfa bandarískir geimfarar að húkka sér far með Rússunum. Þessar aðstæður hefðu verið óhugsandi fyrir 20 – 30 árum, en núna eru breyttir tímar og um borð í alþjóðlegu geimstöðinni dvelja til lengri tíma tveir Rússar, einn Ítali og tveir Bandaríkjamenn.

Það sem kom einnig upp í hugann var að þegar fyrstu eldflaugunum var skotið á loft var það talinn heimsviðburður og ekki síður þegar Neil Armstrong tók fyrstu skrefin á tunglinu. Það segir líklega eitthvað um mannfólkið, þó ég viti ekki nákvæmlega hvað, að það þykja varla fréttir í dag þegar menn eru sendir út í geim. Það er hellst á tímamótum eins og núna sem minnst er á það en ekki er fylgst neitt sérstaklega með hlutunum. Kannski kemur það ekkert á óvart þar sem þetta er orðið nokkuð hverstagslegur viðburður. Rétt eins og fólki var farið að finnast tungllendingarnar á sínum tíma. Maður verður nefnilega svo þreyttur á því að sjá sama hlutinn aftur og aftur, þó að hann sé mjög merkilegur.

Líklega verður erfitt að skapa álíka andrúmsloft og var til staðar hér á árum áður þegar menn skoppuðu á tunglinu og spiluðu jafnvel golf þar. Í dag kemst maður nefnilega nær því en nokkrusinni fyrr að komast út í geim með því annaðhvort að spila tölvuleiki eða horfa á bíómyndir. Hverjum er ekki sama um einhverja vitleysinga að safna grjóti á tunglinu?


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra sem ţćr skrá. Landpósturinn áskilur sér ţó rétt til ađ eyđa ummćlum sem metin verđa sem ćrumeiđandi eđa ósćmileg.
Smelltu hér til ađ tilkynna óviđeigandi athugasemdir.

Svćđi

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiđlafrćđinema viđ Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guđmundsson, Hjalti Ţór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir