Utanríkisráðherra í Playmo á Facebook

Hér má sjá fyrrnefnda Playmo mynd en ekki er vitað hvort að utanríkisráðherra hafi sjálfur stillt upp leikföngunum.
Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra er duglegur að setja inn bæði uppfærslur og myndir af sínum daglegu störfum á samfélagsmiðlana Facebook og Twitter.

Rúmlega 2.500 manns ,,líkar við” Gunnar á Facebook og fylgjast þar með hans daglegu athöfnum. Til gamans má geta að opnumyndin á síðu Gunnars er Playmo uppstilling af Alþingi Íslendinga.

Ráðherrarnir eru misduglegir að nýta sér það öfluga tæki sem að Facebook og Twitter eru. Þessir tveir miðlar eru stærstu samskiptamiðlar heims í dag og eitt öflugasta tækið til þess að ná til fólks. Facebook hefur til að mynda rúmlega 875 milljónar notanda og Twitter 200 milljónir notanda.  

Með leit á Facebook má finna fylgjanda síðu í nafni allra ráðherrana nema Sigurðs Inga. Til gamans má geta að í nýjustu stöðuuppfærslu á fylgjandasíðu Bjarna, fjármálaráðherra segir hann frá því að samskiptamiðlar séu orðnir svo margir að hann hafi ekki undan að stofna sér nýja aðganga víðsvegar.

u orðnir það margir að hann geti ekki  starfsfr heims rt að Gunnar BraRáðherrar sitja þó ekki alltaf sjálfir bak við skjáinn en talið er að margir hafi aðstoðarmann sem að heldur úti síðunni í þeirra umboði.


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir