Útlitið svart fyrir hljómsveitir á Akureyri

Nýlega var æfingarhúsnæði fjölmargra hljómsveita á Akureyri lokað. Meðlimir hljómsveitanna segja útlitið svart fyrir þá og sjá ekki fram á að finna húsnæði á næstunni og koma að lokuðum dyrum hvert sem þeir fara.

Kleppur, sem æfingarhúsnæðið er yfirleitt kallað, er staðsett fyrir ofan Fröken Blómfríði við gatnamót Hafnarstrætis og Aðalstrætis. Á bilinu 5 til 10 hljómsveitir hafa haft aðsetur þar hverju sinni ásamt mörgum einstaklings verkefnum, en í  gegnum tíðina hafa töluvert fleiri tónlistarmenn æft þar.

Mynd: Landpostur.is

Hljómsveitir sem hafa æft á Kleppi hafa í heildina gefið frá sér um það bil 15 plötur og segir Úlfur Bragi Einarsson, einn þeirra sem æft hafa á Kleppi, að líklega sé til óútgefið efni í aðrar 15 plötur frá þeim böndum sem notað hafa húsnæðið til æfinga.

Eftir að böndunum var tjáð það að þau þyrftu að flytja úr húsnæðinu hafa böndin lagt mikið í að  finna annað æfingarhúsnæði svo að þau geti haldið áfram að æfa og eru jafnt framt að reyna að finna húsnæði þar sem hægt er að gera fleira en að spila tónlist. Húsnæði þar sem hægt er að mála, vinna í ljósmyndun,og fleira. Úlfur, Ingi, Pétur og Úlfar, sem notað hafa Klepp til æfinga síðustu ár, segja að hvert sem þeir fara komi þeir að lokuðum dyrum þegar minnst er á tónlist. Leigusalar og stofnanir segi að of mikill hávaði komi frá hljómsveitaræfingum og að enginn viji leigja þeim vegna þess.

Strákarnir höfðu samband við Grasrótina, sem er ,,Miðstöð fyrir skapandi og virka þátttöku með nær ótæmandi möguleika. Fyrir einstaklinga á öllum aldri sem vilja taka þátt í skemmtilegum og uppbyggjandi verkefnum." Eins og kemur fram á heimasíðu þeirra. Grasrótin hefur hingað til ekki verið með tónlistarverkefni í húsnæði sínu, en skoðuðu undantekningu að þessu sinni í ljósi húsnæðisleysi hljómsveitanna. Á endanum var hins vegar fallið frá þeirri hugmynd, vegna óánægju frá því fólki sem notar húsnæði Grasrótarinnar, vegna hávaða frá hljómsveitaræfingum.

Þegar að svo mikið af hæfileikaríku fólki er að missa húsnæði sitt og mæta engum skilningi nokkurstaðar er mjög líklegt að grasrót ungs tónlistarfólks á Akureyri bíði mikla hnekki, segir Úlfur. Hljómsveitirnar vita ekki hvert þær eru að fara til að finna húsnæði, en ætla að byrja að auglýsa að fullum krafti eftir húsnæði á næstu dögum.


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir