Útlitsdýrkun fullorðina hefur áhrif á börnin

Á hverjum degi blasir við börnunum okkar myndir í auglýsingum, tónlistarmyndböndum og fleira, sem  senda skilaboð hvaða útlit sé ,,inn” í dag.  Hálf naktar konur í sama og engum fatnaði dansandi utan í hálfberum og vöðvastæltum karlmönnum. 


Mikið hefur verið talað um þessi skilaboð sem send eru til barna okkar, og áhyggjur hafa vaknað um það hvað þessi skilaboð eru að segja. Tónlistarmyndbönd sýna konur sem kynveru, nuddandi sér utan í karlmann sem ræður yfir þeim og getur fengið hvaða kvenmann sem er. 

Þetta eru stelpurnar okkar að gleypa í sig alla daga,  en hvað er hægt að gera til þess að koma þeim í skilning um að svona lítur fólk ekki út, flestar myndir sem við sjáum á netinu af frægu fólki eru meira og minna photoshopaðar.

Ég hef heyrt um foreldra sem setjast niður með unglingum og sýna þeim þessar myndir.  Sem sýna augljóslega að myndefnið er ekki ,,gallalaust”, manneskjan hefur hrukkur er með fellingar og appelsínuhúð. Það er að sjálfsögðu ekkert að því að vilja líta vel út og halda sér í góðu formi, en standardinn sem verið er að setja með þessum myndum er óraunhæfur, fólkið lítur ekki svona út og nauðsynlegt að benda börnunum á það.

Ekki má gleyma strákunum, í umræðunni virðast þeir oft ekki vera taldir með.  Ef við horfum á nákvæmlega sömu þætti og gagnvart stelpunum þá er líka verið að setja óraunhæfar kröfur á þá.  Þeir eiga að vera stórir og sterkir, með mikla vöðva. Þeir eiga ekki að vera of viðkvæmir, og það er sagt við þá að vera stór strákur og ekki gráta. Það þarf líka að tala við þá um þessa hluti því útlitsdýrkun getur líka haft mikil áhrif á þá.

 

Við þurfum að hugsa um, fyrir hvaða áhrifum börnin verða, strákar og stelpur, bæði í gegnum sjónvarp og tölvur en einni í gegnum okkur, hvað erum við að láta útúr okkur fyrir framan þau. Er barnið endalaust að heyra frá okkur tal um að við séum feit eða þurfum að fara í megrun, það getur haft jafn mikil áhrif á barnið og myndir á netinu. Það er sjokk fyrir alla foreldra sem heyra barnið sitt segjast vera feit eða feitur, og ekki með örðu af fitu utan á sér. Setjumst niður og spjöllum við þau um þessi mál, kennum þeim að sjá sýna eigin kosti og læra að elska þá. Það sem við kannski teljum sem galla, getur verið kostur í augum annarra, elskum okkur eins og við erum og kennum börnunum að gera það líka. 


Ásta Júlía Aðalsteinsdóttir


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir