Útúrdópađ afreksfólk

Ólympíufáninn

Ţegar hugsađ er til spillingar í íţróttaheiminum er Rússland eitt af fyrstu löndunum sem koma upp í hugann. Englendingar voru til ađ mynda ćvareiđir ţegar Rússland var valiđ fram yfir ţá til ađ halda HM í knattspyrnu áriđ 2018. Englendingar höfđu lagt mikiđ púđur í ađ fá keppnina en enduđu međ ţví ađ fá einungis 2 atkvćđi af 22 mögulegum ţegar framkvćmdastjórn Fifa kaus um stađsetningu keppninnar. Ađ auki voru vetrarólympíuleikarnir á síđasta ári haldnir í Rússlandi ţrátt fyrir mikla hörku gegn samkynhneigđ ásamt öđrum mannréttindabrotum sem virđast vera hluti af ţjóđarsál Rússa. 

Nú hefur svo komiđ í ljós ađ ekki einungis var íţróttafólk í Rússlandi hvatt til ţess ađ neyta ólöglegra lyfja til ađ bćta árangur sinn heldur var beinlínis ćtlast til ţess. Oleg Popov, einn landsliđsţjálfara Rússa lét hafa eftir sér ađ ef ađ íţróttamađur neytti ekki ólöglegra lyfja var hann settur úr liđinu og nýr fenginn í stađ hans í liđiđ. Ţegar blóđsýni úr íţróttafólkinu sýndu svo ólögleg efni beittu bćđi íţróttamálaráđherra Rússlands, Vitaly Mutko og rússneska lyfjaeftirlitiđ sér fyrir ţví ađ ţađ vćri hylmt yfir međ íţróttafólkinu og átt var viđ sýnin ţannig ađ ţau kćmu ekki út sem ólögleg. Ţá var rannsóknarstofan sem ađ sýnin voru prófuđ á hleruđ og yfirmađur rannsóknarstofunnar Grigory Rodchenkov var skyldađur til vikulegra funda međ öryggisfulltrúa á vegum ríkisstjórnarinnar ţar sem hann ţurfti ađ gefa skýrslur um ţađ sem var í gangi hjá rannsóknarstofunni. Ţessi rannsóknarstofa átti ađ vera óháđ og ekki undir neinum nema sjálfum sér komin. Grigory Rodchenkov var svo langt frá ţví ađ vera sakleysiđ uppmálađ ţví upp komst ađ hann tók ţátt í ađ kúga fé út úr íţróttafólki í skiptum fyrir ađ sýnin ţeirra vćru "hrein". Ţannig var hann ađalmađurinn á bakviđ eyđileggingu 1.417 sýna sem falliđ höfđu á lyfjaprófunum.

Í kjölfar heimildamyndar sem ţýska sjónvarpsstöđin ARD sýndi áriđ 2014 um ţetta lyfjamisferli fór í gang rannsókn hjá sjálfstćđri nefnd sem leidd var af Dick Pound en hann hefur áratugareynslu af lyfjaeftirliti. Ţessi nefnd hefur nú skilađ áliti sínu og leggur til ađ rússneskt frjálsíţróttafólk verđi bannađ frá öllum alţjóđlegum keppnum ţangađ til ađ rússneska frjálsíţróttasambandiđ hefur tekiđ til í ţessum málum hjá sér. 

Ţetta gćti til dćmis orđiđ til ţess ađ rússneskt frjálsíţróttafólk fái ekki ţátttökurétt á ólympíuleikunum sem haldnir verđa á nćsta ári. 

Lokaákvörđun um ţetta verđur tekin ţegar stjórn alţjóđalyfjaeftirlitsins hittist í Monaco seinna í ţessum mánuđi. 

 


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra sem ţćr skrá. Landpósturinn áskilur sér ţó rétt til ađ eyđa ummćlum sem metin verđa sem ćrumeiđandi eđa ósćmileg.
Smelltu hér til ađ tilkynna óviđeigandi athugasemdir.

Svćđi

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiđlafrćđinema viđ Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guđmundsson, Hjalti Ţór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir