Vađlaheiđargöng

Leiđin myndi styttast um 26,7 km međ tveimur jarđgöngum
Vaðlaheiðargöng eru góð og gild framkvæmd ef ríkið þyrfti ekki að ábyrgjast eða lána fyrir framkvæmdinni. 

Vegagerðin gaf eitt sinn út lista yfir mikilvægi jarðgangnaframkvæmda og voru göngin þá númer 14 á listanum. Eðlilegast væri að bíða þar til að þeim kemur. Styttingin er 15,5 km samkvæmt vefsíðu vegagerðarinnar. Tilgangur framkvæmdanna virðist vera sá að stytta leiðina austur til Mývatns og Húsavíkur fyrir sem minnstan pening. Göngin eiga að vera 7,4 km. Ef horft væri meira til framtíðar væri skynsamlegra að beina göngunum meira til suðurs og grafa 7 km göng yfir í Fnjóskadal og svo önnur 3,2 km göng yfir að Ljósavatni. Þá myndi leiðin til Húsavíkur og Mývatns styttast um 26,7 km. Þetta er mun meiri framkvæmd en talað er um í dag en mun skynsamlegri ef horft er til framtíðar. Erfitt er að sjá fyrir sér að almenn umferð muni aukast vegna þess hve styttingin er lítil, en það væri öllum til hagsbóta að fá 26,7 km styttingu með því að fara beina leið yfir til Ljósavatns.

 


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra sem ţćr skrá. Landpósturinn áskilur sér ţó rétt til ađ eyđa ummćlum sem metin verđa sem ćrumeiđandi eđa ósćmileg.
Smelltu hér til ađ tilkynna óviđeigandi athugasemdir.

Svćđi

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiđlafrćđinema viđ Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guđmundsson, Hjalti Ţór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir