Vafasöm lög í Afganistan

Mynd: http://www.topnews.in/

Hamid Karzai forseti Afganistans lýsti nýlega yfir stuðningi sínum við lög sem banna konum að neita að stunda kynlíf með eiginmönnum sínum. Einnig verða konur að fá leyfi eiginmanna sinna ef þær vilja stunda nám, ráða sig í vinnu eða leita sér læknis aðstoðar.

Málefni Afganistan voru tekin fyrir á ráðstefnu sameinuðuþjóðanna í Haag í gær . Vestrænir leiðtogar þrýsta mjög á að lögin verði ekki samþykkt, og er Hillary Clinton utanríkisráðherra Bandaríkjanna sögð hafa tekið málið upp við Karzai á einnkafundi sem þau áttu, samkvæmt the Guardian. Sumir telja stuðninginn við lögin vera kosningabragð til að fiska eftir stuðning frá strangtrúuðum múslimum þar í landi en forsetakosningar fara fram í landinu í ágúst.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir