Val á íþróttamanni ársins

Mynd tekin af vef UMFÍ
Það  virðist sem skiptar skoðanir séu varðandi  hvernig er staðið að vali á íþróttamanni ársins. Sá titill telst vera ákveðinn heiður fyrir afreksfólk en þó virðist sem ekki sé jafn réttur á að vera tilnefndur. Íþróttamaður ársins fyrir árið 2011 var kynntur 5. janúar síðastliðinn. Sá sem varð kosinn var Heiðar Helguson knattspyrnumaður. Heiðar er nýbúin að skrifa undir samning hjá enska úrvalsdeildarfélagið Queens Park Rangers og er hæfileikaríkur og stendur sig vel í íþróttinni. Ekki er það vandamálið að ný kjörni íþróttamaðurinn telst ekki nægilega hæfur heldur eru reglur sem gilda um að skilyrði eru um að tilnefndir íþróttamenn verði að teljast innan félagsins ÍSÍ til að atkvæði þeirra teljist gilt. Fleiri reglur um val á íþróttamanni ársins má finna á heimasíðunni sportpress.is

Íþróttamenn sem hafa verið áberandi á árinu eru sem dæmi Gunnar Nelson sem telst einn af þeim betri í heiminum í bardagaíþróttinni MMA og Annie Mist sem varð heimsmeistari í Crossfit í kvennaflokki. Þau geta ekki fengið atkvæði fyrir íþrótt sína þar sem þær teljast ekki gildar innan ÍSÍ  og þar af leiðandi geta ekki keppt um titilinn íþróttamenn ársins. Ekki er allir sammála um hvort að þetta sé sanngjarnt og sumir velta því fyrir sér hvort ekki  væri gaman að fá að sjá fleiri virkta íþróttamenn sem hafa náð langt á árinu í kjörinu.

Guðfinna Árnadóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir