Vanræksla ?

Mynd: http://www.nodeju.com/
Af og til koma fréttir um foreldra sem að svelta börnin sín eða misþyrma þeim á einhvern hátt. Um mann læðist hrollur að hugsa til þess að fullorðin einstaklingur getur gert slíkt voðaverk á litlu saklausu barni. Flestir kalla þetta vanrækslu. Sem betur fer höfum við barnaverndanefnd sem oftast grípa inní málin áður en allt fer á versta veg.

Fyrir nokkrum vikum síðan las ég frétt af barni, strák sem er 3 ára en hann er fimm sinnum þyngri en jafnaldrar hans. Hann á erfitt með að hreyfa sig og á hann orðið erfitt með að anda. Sumir segja að það sé eitthvað að hormónakerfinu hjá honum, aðrir kenna foreldrunum alfarið um þetta. En foreldrarnir segja að þau láti oftast eftir honum allan mat, því annars grenjar hann bara.

Ég las líka frétt af móður sem sprautar bótoxi í 8 ára gamla dóttur sína og fjarlægir líkamshár hennar með vaxmeðferð. Ástæðan fyrir þessu er sú að hún heldur að barnið hennar eigi meiri möguleika á að verða fræg fyrirsæta og/eða leikkona, hún sé að hjálpa henni að halda sér unglegri.

Svo er það nýjasta í barnafataverslun í Bretlandi að selja undirföt fyrir börn, t.d. brjóstahaldara alveg niður í 8 ára.

Það sem ég hef verið að velta fyrir mér og spyrja sjálfa mig að undanfarið er hvort þetta sé ekki líka dæmi um vanrækslu? Foreldrar sem ofala börnin sín það mikið að þau eiga orðið erfitt með að taka upp leikföng já eða bara anda. Fyrir utan alla sjúkdómana sem þau geta fengið sem gætu jafnvel leitt þau til dauða. Eða þegar fullorðin kona er farin að sprauta efnum í andlitið á barni sínu, til að halda því unglegu, stofna lífi þess í hættu. Og síðasta dæmið um að hægt sé að kaupa undirföt á 8 ára gamla dóttur sína, hvaða hugmyndir hefur maður um foreldra sem gera slíkt?

 


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir