Vanta blóð en hafna því samt

Samkynhneigðir fá ekki að vera hetjur hjá Blóðbankanum

Í fréttum Stöðvar tvö í gær, kom fram að blóðskortur væri hjá blóðbankanum. Auglýst var eftir blóðgjöfum en það vantar um það bil 1500 blóðgjafa á Íslandi. Blóðbankinn kýs samt að hafna samkynhneigðum körlum að gefa blóð. Af hverju?

Ástæðan fyrir því að þeir fá ekki að gefa blóð, er sú að blóðbankinn telur samkynhneiga karlmenn líklegri til bera HIV-veiruna en annað fólk. Þeir eru þar á bannlista ásamt fólki sem stundar vændi, ásamt þeim sem hafa smitast af malaríu og lifrabólgu

Blóðskorturinn er svo mikill að Blóðbankinn hefur þurft að kalla eftir hjálp frá fólki á nauðarstundum eins og þegar Skúli Sigurðsson lögfræðingur var stunginn í fyrra. 

Þó að Blóbankan myndi ekki skorta jafn mikið blóð og raun ber vitni, þá hljómar það samt alveg jafn fáranlega að þeir skuli hafna samkynhneigðum karlmönnum að gefa blóð. Þessi reglugerð Blóðbankans má teljast bæði fordómafull og úrelt. Þar sem að hún var gerð þegar fólk vissi ekki betur og hélt því fram að HIV-veiran væri "hommasjúkdómur". Tölur landlæknis síðastliðin ár benda hins vegar á það að flest smit séu á meðal sprautufíkla og gagnkynhneigðir þar skammt á eftir. Sem dæmi má nefna að árið 2011 greindust 13 sprautufíklar og 8 gagnkynhneigðir með HIV-veiruna en aðeins 1 samkynhneigður.

Það er því alveg spurning hvort að Blóðbankinn ætti ekki að fara endurskoða þessar reglur sínar. Aðallega vegna þess að þetta eru sjálfsögð mannréttindi, en líka bara vegna þess að þeim vantar blóð.


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir