Var Michael Jackson drepinn?

Feðgarnir Joe og michael

Joe Jackson sem var faðir Michael heldur því fram að sonur hans hafi verið drepinn og Conrad Murray sem var einkalæknir Michael sé einungis blóraböggull í stóru samsæri.

Murray þessi hefur verið ákærður fyrir manndráp af gáleysi eftir að hafa verið einkalæknir Michael í nokkra mánuði. Hann hefur neitað ásökunum og var sleppt eftir að hafa borgað 75.000 dollara tryggingu. Joe mætti hins vegar í sjónvarpsþáttinn “Larry King live” nokkrum klukkustundum eftir að  hafa verið í réttarsalnum þar sem Murray neitaði allri sök.

“ Ég var að leita að réttlæti, og réttlæti fyrir mér hefði verið morðákæra” Sagði Joe í þættinum. “Fyrir mér er hann aðeins blóraböggull” og vísaði til þess sem hann hefur áður sagt, að læknirinn sé í raun bara hluti af  mun stærra samsæri sem gekk út á það að drepa son hans. Hann talaði um að Michael sjálfur hafi sagt móður sinni að hann héldi að hann yrði drepinn og einnig á hann að hafa sagt börnunum sínum það sama.

La Toya Jackson, systir Michael sendi einnig frá sér yfirlýsingu þess efnis að stærra mál væri í gangi og að hún muni ekki una sér hvíldar fyrr en allir þeir sem komu að þessu “morði” verði ákærðir.

Ekkert kom fram hjá Joe né La Toya um þessa meintu samsærismenn né ástæður þess að þau halda að þetta sé samsæri. Spurning um hvort þetta hafi ekki bara verið sorglegt slys.    

Heimild: http://www.cnn.com/2010/CRIME/02/09/michael.jackson.charges/index.html?hpt=C1


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir