Varhugaverđur lofsöngur

Guđrúnu var tjáđ ađ mannanafnanefnd myndi líklega ekki samţykkja nafniđ Gipsbrynja Blóđmör. - Mynd: commsyn.org
Jákvæðni í garð mannanafnanefndar er ágæt; sú nefnd vinnur mikið og gott starf sem ekki ber að gera lítið úr. Hinsvegar þykir mér Aðalsteinn dansa krappan dans á þunnri línunni sem aðskilur réttlæti og sanngirni frá andstæðum þeirra þegar hann segir starf mannanafnanefndar eitt það vanmetnasta á Íslandi.

Á hvaða skala er þetta mælt? Hvað ef við stöldrum við, og hugsum málið? Hvað ef við notum gagnrýna hugsun í stað þess að gleypa við þessum upplýsingum sem hér voru bornar á borð, duldar í skrúða jákvæðni og hamingju? Við skulum spyrja okkur hvenær og hvernig Aðalsteinn komst í þá stöðu að geta lagt mat á hvað er vanmetið fyrir okkar hönd og hvort að hann sé því starfi vaxinn.

Hvað segir Aðalsteinn um störf ræstitækna sjúkrahúsanna? Mér er spurn. Sjálfur er ég sekur um að vanmeta það starf ótrúlega; sjaldan hef ég hugsað um hve ótrúlega mikilvægt starf það er og ekki get ég ímyndað mér að það sé vel borgað. Einnig fá lögreglumenn ekki mikið fyrir sinn snúð; láglaunastétt í einu erfiðasta starfi landsins. 

Aðalsteinn hefur að eigin sögn unnið við umönnun á dvalarheimili fyrir aldraða og þykir mér því skrítið að hann minnist ekki einu orði á það starf, sem, líkt og hin, fær hvorki mikla athygli né há laun. Starfsmenn félagsmiðstöðva, líkt og ég sjálfur, berjast fyrir því að starfið sé ekki lagt niður þegar hart er í ári líkt og undanfarin ár og þiggja fyrir svipuð laun og starfsmenn dvalarheimilanna. Leikskólakennarar, sem og grunnskólakennarar eru líka fórnarlömb skilningsleysis og vanþakklætis fyrir þeirra störf, sem eru þó stórir hlutar af stoðum samfélagsins.

Af ótta við að gera pistilinn leiðinlegan ætla ég að hætta upptalningunni hér, en bendi þó á að listinn er ekki tæmandi og störfum var ekki raðað upp í listann eftir því mikilvægi starfanna að mínu mati.

Tilgangur þessa pistils er ekki að gera lítið úr störfum mannanafnanefndar, sem mér þykir vinna mjög gott og mikilvægt starf og oft sæta óréttmætri gagnrýni. Ég vil ekki lenda í þeirri óþægilegu stöðu að þurfa að bæla niður hláturinn þegar ég hitti fólk með nöfn eins og Almáttugur Drekabani, Þjóðminjasafn Ósk eða önnur sem eru enn verri. Tilgangurinn er annars vegar að vekja athygli á þeim störfum sem í raun líða fyrir vanmat samfélagsins og hins vegar að reyna hvað ég get að sporna við því að Aðalsteinn verði í þriðja sinn valinn höfundur vikunnar fyrir vanhugsaða, en þó skemmtilega pistla sína.

En ég er sammála þér Aðalsteinn með að orðið hamingja væri mjög fallegt nafn og þykir mér synd að það sjá það ekki á nafnaskrá.

Pétur Karl


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra sem ţćr skrá. Landpósturinn áskilur sér ţó rétt til ađ eyđa ummćlum sem metin verđa sem ćrumeiđandi eđa ósćmileg.
Smelltu hér til ađ tilkynna óviđeigandi athugasemdir.

Svćđi

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiđlafrćđinema viđ Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guđmundsson, Hjalti Ţór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir