Vatnsaflsvirkjun í Glerá

Glerá (mynd: mbl.is)

Undirritaður hefur verið samningur milli Akureyrarbæjar og Fallorku ehf. um að reisa vatnsaflsvirkjun í Glerá ofan Akureyrar. 

Um er að ræða rennslisvirkjun sem verður 3,3 MW. Nýta á fallhæð niður Glerárdalinn á 6 km kafla. Stíflan verður ofarlega á Glerárdal, 5- 6 metra há. Samhliða gerð virkjunarinnar verður lagður 6 km langur göngu- og hjólastígur inn á Glerárdal sem mun bæta til muna aðgengi almennings að útivistarsvæðinu sem þar er.

Að sögn Andra Teitssonar framkvædastjóra Fallorku er áætlað að virkjunin muni geta framleitt um 22 milljónir kílóvattstunda á ári. Venjulegt heimili notar um fimm þúsund kílóvattstundir á ári þannig að virkjunin mun framleiða nóg rafmagn fyrir fjögur til fimm þúsund heimili.

“Fallorka selur raforku til heimila, fyrirtækja og stofnana um allt land og nýja virkjunin mun auðvelda okkur að tryggja næga raforku á sanngjörnu verði fyrir núverandi og væntanlega viðskiptavini. Það er einnig áhugavert að hugsa til þess að ef Íslendingar væru komnir lengra í rafmagnsbílavæðingu þá gæti virkjunin framleitt raforku fyrir um tíu þúsund heimilisbíla” segir Andri.

Einnig telur hann að nýja virkjunin muni hjálpa mikið til við að minnka hættu á rafmagnsleysi á Akureyri þegar aðrar flutningaleiðir raforku bregðast eins og gerðist í óveðrinu mikla í september fyrir ári síðan.

Áætlað er að virkjunin verði komin í gagnið fyrir árslok 2015.


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir