Veðurfréttamaður fipast

Í kvöld átti nokkuð athyglisvert atvik sér stað á meðan að fluttar voru veðurfréttir á Ríkissjónvarpinu skömmu eftir kvöldfréttir. Eins og oft áður voru veðurfréttirnar teknar upp fyrirfram, en venjan er að þær eru svo klipptar saman og sýndar í heild sinni. Svo virðist sem að vitlaus upptaka hafi farið í loftið eftir fréttir núna í kvöld, en þar sést veðurfréttamaðurinn glaðlyndi, Einar Magnús Einarsson, fipast örlítið við upptöku fréttanna og slá niður hendinni að hermannasið á meðan hann brosir í myndavélarnar. Þetta skondna atvik hefur nú þegar verið dreift þónokkuð á facebook síðum landsmanna en þennan óhefðbundna veðurfréttatíma má sjá nánar hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir