Verkfall framhaldskólakennara

Því ánægðari sem kennarar eru þeim mun skemtilegra er að læra. Framhaldskólanám á Íslandi er val en að sjálfsögðu er það best fyrir bæði ríkið og einstaklingana að sem flesir mennti sig. Mennt er máttur

Samningar framhaldskóla kennara eru lausir og ekkert virðist ætla að gerast í sáttarviðræðum milli kennara og rikisins. Málinu hefur verið vísað til ríkissáttasemjara vegna þess að of mikill munur var á milli kennara og ríkisins. Núna í morgun hættu flestr framhaldskólakennara að kenna til að mæta á samstöðufund í sínum skóla um hver næstu skref í málinu væri. Ef ekki næst samkomulag fljótlega er víst að framhaldskólakennara neiðast til að fara í verkfall. Verkföll eru sjaldan af hinu góða og sjaldan er fólkið sem fer í verkfall ánægt með þá ákvörðun en skiljanlega þarf að hækka laun kennara sama hvers skonar kennara talað er um. Ef framhaldskólakennarar fara í verkfall mun það koma sér mjög illa, þá sérstaklega fyrir nemendur sem eru nú þegar farnir að hafa áhyggjur af því að ná ekki að útskrifast á þeim tíma sem þeir ætluðu sér. Kennarar eru það fólk í landinu sem hefur eina mesta ábyrð á ungafólkinu (fyrir utan foreldra) og að sjálfsögðu eiga þeir að fá sæmilega greitt fyrir það. 


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir