Verkfall hjá IKEA

540 starfsmenn IKEA verslunar rétt utan við Mílanó á Ítalíu hafa boðað til verkfalls. Verkalýðsfélag þeirra segir að starfsskilyrðin séu farin að hafa alvarleg andleg áhrif á starfsmenn. 

Starfsmenn mega ekki tyggja tyggjó í vinnunni og tími er tekinn á þeim í salernispásum. Hófst verkfallið á föstudaginn síðastliðinn.

Yfirmenn IKEA hafa lýst þessu sem “sameiginlegum misskilningi” við Bloomberg fréttaveituna. En benda þó á að ýmis leiðindi hafi átt sér stað við þessa verslun.

Þeir bæta svo við að viðskiptavinurinn eigi að vera númer eitt, tvö og þrjú.


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir