Verum ánægðar með að búa á Íslandi, stelpur!

Reykjavík
Besta landið fyrir vinnandi konur að búa á er Ísland samkvæmt nýrri skýrslu frá World Economic Forum. World Economic Forum birti nýja skýrslu fyrir árið 2011 um heimsins bil á milli kynjanna. Þar er landið okkar, Ísland í fyrsta sæti fyrir vinnandi konur að búa í. Þetta hljóta að vera frábærar fréttir, sérstaklega í þeim aðstæðum sem við búum við í dag, þá lita jákvæðar fréttir sko upp skammdegið okkar.

Rannsóknin skoðar bilið á milli kynjanna á fernan hátt.
Í fyrsta lagi skoðar hún launamun kynja og einnig hlutfall kvenna í góðum störfum miðað við fjölda vinnandi kvenna.
Í öðru lagi, menntun og menntunarmöguleika.
Í þriðja lagi, heilsu þeirra.
Og í fjórða lagi, hvaða möguleika konur hafa á að koma fram stjórnmálaskoðunum sínum og að taka þátt í stjórnmálum.

Við vitum það að konur eiga auðvelt með að fá að taka þátt í stjórnmálum hér á landi og við skulum ekki vanmeta það, það er augljóslega ekki í öllum löndum þannig. Við eigum kvenkyns forsætisráðherra og höfum haft kvenkyns forseta til dæmis.

Hér á Íslandi eiga nánast allir möguleika á að mennta sig, Háskóli Íslands og Háskólinn á Akureyri til dæmis eru með lágmarks skólagjöld og bjóða flest alla velkomna til sín. Það eru lágmarkskröfur eins og stúdentspróf eða það sem samsvarar því og eldra fólk getur oftast skráð sig í skólana án þess að hafa klárað stúdentspróf, það þarf mögulega að taka eitt upprifjunarár í framhaldsskóla.

Það er gott að búa á Íslandi þrátt fyrir erfiðar efnahagsaðstæður þessi misseri. Verum ánægð með það!!

Heimildir:

http://reports.weforum.org/global-gender-gap-2011/

http://www3.weforum.org/docs/GGGR11/GGGR11_Rankings-Scores.pdf

Mynd: http://files.myopera.com/lindatram/albums/10196682/iceland%204.jpg

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir