Vetrarólympíuleikunum XXII í Sochi lokiđ

Sćvar Birgisson keppti í skíđagöngu á Vetrarólympíuleikunum í Sochi 2014 - Getty Images
Slökkt var í ólympíueldinum í Sochi í dag þegar lokahátíð þessarar íþróttaveislu fór fram. Mikið var um dýrðir á lokahátíðinni sem markaði lok Vetrarólympíuleikanna 2014. 

Heimamenn, Rússar, unnu flest verðlaun eða 33, þar af 13 gullverðlaun. Bandaríkjamenn fengu 28 verðlaunapeninga, þar af 9 gullverðlaun og Norðmenn fengu 26 verðlaunapeninga og þar af voru 11 úr gulli.

Ísland sendi fimm keppendur á þessa 22. Vetrarólympíuleika en keppendur Íslands voru:

 Brynjar Jökull Guðmundsson - Alpagreinar
 Einar Kristinn Kristgeirsson   - Alpagreinar
 Erla Ásgeirsdóttir                  - Alpagreinar 
 Helga María Vilhjálmsdóttir   - Alpagreinar
 Sævar Birgisson                    - Skíðaganga

Árangur íslensku keppendanna var heilt yfir talinn þokkalegur og eru menn sammála um að með mikilli æfingu þá ættu allir okkar keppendur að geta komið sér ofar í stigatöflunni þegar Vetrarólympíuleikarnir verða haldnir í Suður-Kóreu 2018.Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra sem ţćr skrá. Landpósturinn áskilur sér ţó rétt til ađ eyđa ummćlum sem metin verđa sem ćrumeiđandi eđa ósćmileg.
Smelltu hér til ađ tilkynna óviđeigandi athugasemdir.

Svćđi

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiđlafrćđinema viđ Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guđmundsson, Hjalti Ţór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir