Veturinn nálgast!

Spennan magnast dag frá degi hjá aðdáendum sjónvarpsþáttanna Game of thrones eða krúnuleika þessa dagana enda útgáfudagur 4. Seríu þann 6.apríl í nánd. Þeir sem fylgdust með síðustu seríu muna örugglega eftir blóðbaðinu undir lok hennar. Hundruð myndbrota á youtube sýna kostuleg viðbrögð áhorfenda þegar mörgum af stærstu persónum þáttanna er hreinlega slátrað og er því eftirvæntingin eftir nýju seríunni ofboðsleg. og fyrir okkur sem hafa lesið bækurnar sem þættirnir byggja á er spennan síst minni, því blóðbaðið er rétt að byrja!

Gamaldags vinnubrögð HBO.

Samt lítur út fyrir að ekki verði allir jafn sáttir, þar sem framleiðendur þáttana HBO virðast þrjóskast við að takmarka leiðir sem áhorfendur geta valið um til að sjá þættina. Nýjasta hneykslið snýst um samning sem HBO gerði við áströlsku áskriftarstöðina Foxtel sem í raun gefur þeim einokunar stöðu þegar kemur að útsendingu á Krúnuleikum þar í landi. Talsmaður eins keppinauta Foxtel segir samninginn hreinlega ýta fólki út í ólöglegt niðurhal á þáttunum þar sem áskrift á Foxtel sé í dýrari kantinum. Aðrir keppinautar segja samninginn skref aftur á bak og að HBO hafi misst réttinn á að kvarta undan ólöglegu niðurhali með því að neita að taka við peningum annarra en áskrifendum Foxtel. Þess má geta að HBO hefur áður vakið reiði aðdáenda þáttanna með því að neita net sjónvarpsstöðvum um útsendingarrétt og hamla samkeppni við hefðbundnar sjónvarpsstöðvar.


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir