Við hækkum ekki!

Átakið ,,Við hækkum ekki!" á vegum aðildafélaga Alþýðusambands Íslands hefur nú staðið yfir síðan 21.desember en þá voru undirritaðir kjarasamningar á þeim forsendum að verðbólga hér á landi verði lág. Nokkur fyrirtæki eru á ,,Svarta listanum."


Átakið ,,Við hækkum ekki!" á vegum aðildafélaga Alþýðusambands Íslands hefur nú staðið yfir síðan 21.desember en þá voru undirritaðir kjarasamningar

á þeim forsendum að verðbólga hér á landi verði lág. Það er mikilvægt að verðbólgan springi ekki upp úr öllu valdi, sérstaklega á tímum sem þessum þar sem kaupmáttur landsmanna hefur minnkað til muna síðustu ár.


ASÍ hefur beðið fyrirtæki að hækka ekki verð á vöru og þjónustu til þess að standa með fólkinu í landinu. Hafi fyrirtækin nú þegar hækkað eða boðað hækkanir er mælst til þess að þau dragi þær til baka.Fjöldi fyrirtækja eins og t.d. IKEA, BT og Bílabúð Benna hafa lýst því yfir að þau muni ekki hækka verð. Hinsvegar eru nokkur fyrirtæki sem að boðuðu verðhækkanir fyrir áramót sem að hafa hunsað þá beiðni frá ASÍ að draga þær til baka og má þar helst nefna Íslandspóst, Nóa Síríus, World class, Landabankan og Síman.

 

Komið hefur verið upp heimasíðunni www.vertuaverdi.is þar sem að m.a. má sjá lista yfir þau fyrirtæki sem að hækka ekki og þau sem að hafa hækkað. Einnig er fólk hvatt til þess að senda ábendingar inn á síðuna ef að þau verða vör við mikla verðhækkun einhverstaðar eða vilja t.d. hrósa einhverjum fyrir sanngjarna verðlagningu.

 

Átakið er einnig með ,,like-síðu" á Facebook undir nafninu Við hækkum ekki.


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir