„Ég held ađ flestum finnist mađurinn hafa skítiđ illa á sig“

Í ljósi kreppunnar í Kalíforníu og eldanna miklu sem þar hafa brunnið undanfarna mánuði ákvað undirritaður að hafa samband við gamlan félaga sem þar býr og taka við hann viðtal. Nafn hans er Steindór Þórisson en hann er 31 árs og starfar á hestabúgarði.

Þegar hann var spurður um hvernig lífið er fyrir hinn almenna borgara i Kaliforníu segist hann halda að það sé frekar gott en bendir hinsvegar á að fólk hafi þurft að „pæla meira i hvað það eyði peningunum sínum í“, fólk sé minna að eyða peningum í lúxus vörur og viðskipti hafa almennt minnkað eins og víða um heim. Hvað varðar áhrif efnahagsástandsins segir hann að það hafi haft bæði góð og slæm áhrif. „Í Kalíforníu er núna ca 12% atvinnuleysi og margir lentu í að missa heimili sín þó ég telji að það sé mikið vegna þess að fólk hafi verið að taka óraunhæf lán sem bankarnnir voru ólmir í að veita þeim þó svo að fólk hafi ekki haft laun í samræmi við skuldabyrgði. Á sama tíma lækkaði fasteignaverð umtalsvert svo margir hreinlega hættu að borga af eignunum. Mikið af eignum fóru í uppboð svo að margir af þeim sem höfðu beðið með að kaupa á meðan verðið var í hámarki fóru að kaupa“, segir Steindór. Þegar spurður hvort efnahagsvandinn hafi einhver áhrif á hann sjálfann segir hann svo ekki vera.

Hvað varðar áhrif eldanna á tilveruna segir Steindór þá valda mikilli spennu og ótta sérstaklega þegar þeir eru rétt við úthverfi borgarinnar. „Þegar maður lítur til fjalla úr bakgarðinum og sér fjall í ljósum logum innan við 10 kílómetra frá manni og hugsar til fólksins sem býr þar í hlíðunum er manni ekki alveg sama“. Hann nefnir sem dæmi, að það hafi verið mikill reykur í loftinu og mikið af ösku í námunda við þá verslun sem hann gerir mest af matarinnkaupunum sínum í en hún er staðsett 3-4 km frá þeim stað sem var mest sýndur í sjónvörpum um allan heim,. „Ég vil nefna að slökkviliðsfólkið eru hetjur að berjast við slíka elda hvort sem var á jörðu niðri eða úr lofti en þyrlurnar voru stanslaust á ferð“.

Hann heldur að fólk sé nú farið að ranka við sér og kannski líta öðrum augum á lífið og hvað sem skiptir máli. Hann segir að töluverð gagnrýni sé á fylkistjóra Kalíforníu, Arnold Schwarzenegger, en játar jafnframt að hann hafi fylgst lítið með fréttum upp á síðkastið vegna þess að honum finnst fréttirnar í Kalíforníu vera voða mikið æsifréttir. „En ég held að flestum finnist maðurinn hafa skítið illa á sig í stjórnsýslu. Eftir að hafa séð hann á blaðamannafundi á sjónvarpi á meðan eldarnir voru missti ég persónulega allt álit á honum þar sem hann gerði ekki annað en að tala um hvernig það væri honum að þakka að það væru til peningar fyrir eldvarnarstarfinu, en nefndi ekki niðurskurði annarstaðar og talaði lítið sem ekkert um eldvarnarstarfið eða hversu frækilegt starf slökkviliðsfólkið væri að vinna“, segir hann.

Þegar spurður um áhrif Barack Obama, bandaríkjaforseta, segir hann fólk virðast svolítið smeykt við þær breytingar sem að hann hyggst gera. Hann telur þó að það sé mikið vegna áróðurs frá þeim aðilum sem sjá fram á efnahagslegt tap við þessar breytingar eins og lyfjafyrirtæki og tryggingarfélög. En Steindór lítur framtíð sinni björtum augum enda sér hann enga ástæðu til annars. Hann segist hafa góðan kjarna viðskiptavina í járningunum, en hann er járningarmaður, og nú þurfi aðeins að byggja áfram á þeim grunni.

Hann bætir því við að hann vonist til þess að það verði hugarfarsbreytingar hjá fólki, ekki bara í Kalíforníu, heldur líka á Íslandi og víðar um heim. „Ég vona að fólk fari að sjá að kaupmáttur og eignir skapa okkur ekki hamingju einir og sér. Hamingja kemur innan frá og við erum ein um að skapa okkur hana. Eins og vitur maður sagði eitt sinn: „peningar eru margfaldari“. Ef þú ert hamingjusamur gera peningar þig hamingjusamari en ef þú ert óhamingjusamur skapa peningarnir bara meira óhamingju“.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra sem ţćr skrá. Landpósturinn áskilur sér ţó rétt til ađ eyđa ummćlum sem metin verđa sem ćrumeiđandi eđa ósćmileg.
Smelltu hér til ađ tilkynna óviđeigandi athugasemdir.

Svćđi

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiđlafrćđinema viđ Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guđmundsson, Hjalti Ţór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir