Flýtilyklar
Vigdís Hauksdóttir með málstofu
Það gerðist á laugardaginn var, 7. nóvember, að staldraði var við á Málstofu í Háskólanum á Bifröst. Nafn málstofunnar kom kunnuglega fyrir sjónir „Vigdís Hauksdóttir ræðir pólitískar atlögur að sér og hvernig hún hefur varist þeim“.
Það gerist ekki á hverjum degi að formaður fjárlaganefndar Alþingis heldur málstofu um pólitískar atlögur fyrir þó ekki nema það eitt varð málstofan athygliverð. Málstofan fór fram með þeim hætti að Vigdís byrjaði með framsögu og ræddi hispurslaust sinn feril í stjórnmálum og sína sýn á ferilinn. Mótlætið og hennar vörn gegn meintum atlögum. Siðan var gestum málstofunnar leyft að bera framspurningar sem Vigdís svaraði og sköpuðust hinar líflegustum umræður um framsögu hennar og hennar sýn á þær pólitísku atlögur sem hún telur sig hafa orðið fyrir og á hvaða hátt hún hefur varist þeim.
Málstofan var í raun hrein upplifuna sem vart er hægt að lýsa með orðum. Sú mynd sem hefur verið dregin upp af Vigdísi í fjölmiðlum s.s. fréttir, fréttaumfjöllunum og Spaugstofunni sem og af Alþingi eða hægt væri að búast við, þegar aðili mætir á málstofu með þessa yfirskrift.
Myndin sem kom fram í málstofunni var óvænt en samt ekki og með annarri áferð en sú sem dregin hefur verið upp á öldum ljósvakans.
Það var hægt að virða Vigdísi fyrir að tala óhefðbundið um tilfinningar, sögu og varnir sínar. Ásamt því að svara spurningum og ábendingum úr sal hverjar sem þær væru. Vinkillinn sem hún tók var mjög óhefðbundinn sem og kom fram í svörum við fyrirspurnum. Þar kom m.a. fram að hún hefur ekki verið með og er ekki með almannatengil til að veita sér ráð eða aðstoða.
Niðurstaða málstofunnar frá sjónarhóli leikmannsins er að hlutskipti pólitískt kjörinna fulltrúa á Íslandi er ekki einfalt. Ennfremur skynja ekki allir mótlæti eða hörð samskipti á saman veg. Er rétt aðferðum beitt gegn meininu?
Einstök upplifun á athygliverðri málstofu.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
Athugasemdir