Flýtilyklar
Viktor náði 6. sæti á HM
Viktor Samúelsson lauk keppni á HM í kraftlyftingum í gærkvöldi. Viktor keppti í fyrsta sinn á HM í opnum aldursflokki, en til þessa hefur hann gert það gott í drengja- og unglingaflokki. Viktor setti Íslandsmet í hnébeygju með 375 kg og hafnaði í sjötta sæti með 1000 kg í samanlögðu.
Mótið byrjaði mjög vel hjá Viktori. Í hnébeygju bætti hann Íslandsmet Auðunns Jónssonar um 10 kg þegar hann lyfti 375 kg í þriðju tilraun. Í bekkpressu náði hann að lyfta 307,5 kg í þriðju tilraun. Í réttstöðu tókst honum svo að lyfta 317,5 kg í annarri tilraun. Samanlagður árangur hans var því 1000 kg, sem er jöfnun á hans eigin Íslandsmeti og landaði honum sjötta sætinu í flokknum. Sigurvegarinn var Úkraínumaðurinn Oleksiy Bychkov, sem bætti heimsmetið með 1125 kg í samanlögðum árangri.
Ljóst er að Viktor á nóg inni og verður spennandi að fylgjast með honum á stórmótum í framtíðinni.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
Athugasemdir