Viktor náði 6. sæti á HM

Viktor Samúelsson lauk keppni á HM í kraftlyftingum í gærkvöldi. Viktor keppti í fyrsta sinn á HM í opnum aldursflokki, en til þessa hefur hann gert það gott í drengja- og unglingaflokki.  Viktor setti Íslandsmet í hnébeygju með 375 kg og hafnaði í sjötta sæti með 1000 kg í samanlögðu.

Mótið byrjaði mjög vel hjá Viktori. Í hnébeygju bætti hann Íslandsmet Auðunns Jónssonar um 10 kg þegar hann lyfti 375 kg í þriðju tilraun. Í bekkpressu náði hann að lyfta 307,5 kg í þriðju tilraun. Í réttstöðu tókst honum svo að lyfta 317,5 kg í annarri tilraun. Samanlagður árangur hans var því 1000 kg, sem er jöfnun á hans eigin Íslandsmeti og landaði honum sjötta sætinu í flokknum. Sigurvegarinn var Úkraínumaðurinn Oleksiy Bychkov, sem bætti heimsmetið með 1125 kg í samanlögðum árangri.

Ljóst er að Viktor á nóg inni og verður spennandi að fylgjast með honum á stórmótum í framtíðinni.

 


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir