Vol og vćl

Erlan sjálf

 

Opið bréf til skólasystkina minna í fjölmiðlafræði  við Háskólann á Akureyri vorönn 2008.

Það er margt sem hvílir á okkur þessa daganna. Flest okkar eru í fleiri fögum en  þessu eina og því mikið að gera. Með tilkomu símats þá er álagið mikið, því allir kennarar halda að það sem þeir kenna sé  það mikilvægasta sem til er í heiminum.  Allt gott um það segja. En þegar öll fög eru bara 3 einingar og  verkefnin sum farin að minna á BA – verkefni þá er allt í lagi að fara að hægja aðeins á sér.  Fyrir 3 einingar er reiknað að við skilum þrem vikum í vinnu og ekki er hægt að vinna yfirvinnu ef maður er á námslánum.

Við skulum taka þetta fag sem dæmi. Þar erum við  að skila af okkur tveim fréttum á viku, erum eina viku sem ritstjórar, skrifum eina ritgerð og svo til að toppa þetta alveg þá er próf úr efninu sem er ekki mikið því að svo mikill tími fer í það að fara yfir fréttirnar sem við erum að skrifa yfir vikuna. Ofan á þetta allt saman er svo mætingarskilda sem ég veit ekki hvernig stendur  á. Kannski er maður bara að væla en þegar maður er farin að dreyma á meðan sofið er, viðtöl sem maður er að  taka þá held ég að það sé komið næstum nóg.

Erla Jóhannesdóttir


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra sem ţćr skrá. Landpósturinn áskilur sér ţó rétt til ađ eyđa ummćlum sem metin verđa sem ćrumeiđandi eđa ósćmileg.
Smelltu hér til ađ tilkynna óviđeigandi athugasemdir.

Svćđi

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiđlafrćđinema viđ Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guđmundsson, Hjalti Ţór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir