Vorboðinn snemma á ferð þetta árið

Lóan

Eins og flestir Íslendingar vita þá er lóan talin vera boði vorsins eða sumarsins. Samkvæmt Kristni Hauk Skarphéðinssyni sást til lóunnar í fjörunni við Seltjörn á Seltjarnanesi þann 16 febrúar sl.

 

Heiðlóa eða  lóa eins og flestir íslendingar þekkja hana var óvenju snemma á ferðinni þetta árið. Lóan er venjubundinn fugl sem ferðast frá Bretlandseyjum og frá suður ströndum vestur Evrópu en þar hefur hún vetursetu. Að loknum vetrar búningi flýgur hún til Íslands í apríl. Lóan sem er alfriðaður fugl á Íslandi lifir aðallega á möðkum, mýflögum og sumum berjategundum. Í seinni hluta maí verpir hún nálægt mýrum og heiðum, að varp tíma loknum og sumardvöl þá flýgur hún á brott í júlí og kveður sumarið. 


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir