Vorstemning á Akureyri

Fyrstu gæsarungarnir hafa skriðið úr eggjunum við andapollinn á Akureyri.
Síðustu dagar á Akureyri hafa verið hlýir og sólin tekin að skína glatt við íbúum bæjarins. Helgin var sérstaklega góð og nutu bæjarbúar veðursins og voru margir sem fóru á skíði og í sund.

Elín H. Gísladóttir forstöðumaður Sundlaugar Akureyrar telur að á laugardaginn hafi komið um 1.500 manns í sund og segir að þar hafi ríkt vorstemning, meira að segja hafi fyrstu gæsarungarnir skriðið úr eggjunum við andapollinum fyrir neðan sundlaugina. Taldi Elín mikið vera af ferðamönnum í bænum og voru Færeyingar áberandi um helgina en þeir komu í bæinn með beinu flugi í skíðaferð sem varði frá fimmtudegi til sunnudags. Heyrðist starfsfólki sundlaugarinnar á þeim að þeir væru alsælir með ferð sína hingað og væru strax farnir að skipuleggja að koma aftur til Akureyrar að ári. "Það ríkir alltaf sérstök stemning hjá okkar þegar stór hluti gestanna koma þreyttir og sælir til að láta líða úr sér eftir góðan dag í Hlíðarfjalli, ekki síst þegar veðrið sýnir sínar bestu hliðar eins og var nú um helgina" segir Elín.

Akureyringar hafa sumir byrjað á vorverkunum í garðinum þar sem allt er orðið snjólaust í bænum og gróðurinn aðeins farið að taka til sín en þó er vissara að bíða með að setja upp garðhúsgögnin og trampólínin því Veðurstofa Íslands hefur komið með viðvörun um storm á Norðvesturlandi fram eftir degi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir