Yfir 100 látnir

Yfir hundrað manns eru taldir af eftir miklar rigningar í Rio de Janeiro í Brasilíu.

Á siðastliðinn mánudag hófst mikið regn yfir borginni með þeim afleiðingum að ár og vötn risu yfir bakka sína og mynduðu mikil flóð og aurskriður.

Stór hluti borgarinnar og nærliggjandi byggðar eru nú eyðilaggður og eru um 1200 manns sagðir heimilislausir en gefin hefur verið út viðvörun um enn meiri rigningu og flóð.

Sergio Cabral, ríkisstjóri Rio de Janeiro, hefur tilkynnt um þriggja daga þjóðarsorg. Búist er við að mun fleiri séu látnir en talið er nú og eru björgunarmenn að vinna hörðum höndum við að leyta af fólki og bjarga sem flestum.


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir