Er fólksfækkum náttúrulögmál?

Tæplega á vetur setjandi

Hefur íbúaþróun verið á norðanvestanverður Íslandi verið í samræmi við íbúaþróun Íslands og hvernig er aldurssamsetningin?

Mikið hefur verið rætt og skrifað um þróun byggðar á Íslandi. Þær byggðir sem standa hvað höllustum fæti á Íslandi eru það vegna fjarlægðar frá þjónustu af ýmsum toga. Því er í raun ekki til að dreifa hvað varðar meginþorra byggðar á Norðurlandi vestra. Þar er engin eldgosa eða jarðskjálfta hætta, engin snjóflóða hætta og tillölulega stutt og greiðfært til stærstu þéttbýliskjarna landsins, almenningssamgöngu á milli Reykjavíkur og Akureyrar tvisvar á daga. Enginn sérstakur refsing liggur við því að búa á viðkomandi svæði, hvorki af ríkisins í t.d. hærri álögum eða af öðrum augljósum völdum.

Því er vandséð hvers vegna staðan er sú sem raun ber vitni. Það er alveg á tæru að ekki er þar einhveru einu eða einum um að kenna. Leiða má að því líkum að um marga samhangandi þætti sé að ræða sem eiga sér oft á tíðum langa sögu. Þessi mein þarf að uppræta áður en samfélögin komast að þolmörkum í fólksfækkun.

Þegar íbúafjöldi Húnaþings vestra (Vestur – Húnavatnssýslu) er skoðuð, sjá mynd hér fyrir neðan, með tilliti til nágranna samfélaga þá kemur í ljós að íbúafjöldinn slær nokkuð takt við nágranna samfélögin. Hvergi á toppnum né botninum. Athygli vekur hvað síldarævintýrið hefur mikil áhrif á Strandasýslu og er það eina hreyfingin sem er útur takt við nágranna samfélögin á um einni öld. Minni samfélögin falla tillölulega hægar.

Íbúafjöld samfélaga í NLV

Þróun í íbúafjölda samfélaganna frá 1920, með upphafspunktinn sem 1920, íbúafjöldi þá settur sem 100%

 ________________________ 

Þegar íbúafjöldi í Húnaþingi vestra (Vestur – Húnavatnssýslu) er skoðaður og þróun hans er borinn saman við sambærilegar tölur fyrir Ísland í heild sinni síðustu 65 ár, frá síðari heimstyrjöldinn. Þá kemur í ljós að á einu tímabili hefur íbúaþróun Húnaþings vestra verið í takt við íbúaþróun Íslands. Það er milli 1970 og 1980 fyrir 1970 var þróunin í sömu átt og heildin en eftir 1980 hefur þróunin verið niður á við.

Samburður Húnaþing Ísland

Þróun fólksfjölda í Húnaþingi vestra miðað við Íslands.

_______________________

Ef íbúaþróun Húnaþings vestra hefði verið í takt við Ísland þá væru íbúarnir ríflega 7.600, en ekki 1.171 eins og staðan er í dag. Íbúafjöldinn væri mitt á milli íbúafjölda Akraness og Sveitarfélagsins Árborgar 

Íbúafjöldi Húnaþings vestra í öld

Ef íbúafjöldi Húnaþings vestra hefði fylgt íbúaþróun Íslands.

___________________________________

Á línuritunum hér að neðan sést aldurssamsetning íbúa Húnaþings vestra 1. janúar 2014 með tilliti til aldurssamsetningar íbúa Íslands. Fyrra línuritið sýnis samsetningu íbúanna eftir árum en það síðara tekur áratug saman. Glöggt má greina að samfélagið Húnaþing vestra á um það bil 10 – 15 ár eftir þar til það fer fram af ákveðnu hengiflugi sé ekkert að gert.

Íbúafjöldi eftir aldri 2014

Staðan 1. janúar 2014

Samanburður á aldurssamsetingu eftir hópum

Staðan 1. janúar 2014

_______________

Fjöldi íbúa eftir árgöngum í Húnaþingi vestra og Íslandi

Staðan 31. desember 1998

________________________ 

Til að undirstrika alvarleika málsins þá er á línuritinum hér fyrir neðan borninn saman íbúafjöldi sömu árgangahópa (fæðingarár) árin 1998 og 2014. Á línuritinu sést að stærsti árgangahópuinn Húnaþings vestra árið1998, var á aldrinum 11 – 20 ára, alls 275 íbúar um var að ræða árgangana 1978 – 1987. Sextán árum seinna, árið 2014, þá bjuggu í Húnaþingi vestra tæplega 130 íbúar á aldrinum 27 – 36 ára, fæddir árin 1978 – 1987.
Ef þeir árgangar sem mynda 175 manna hóp 6 – 15 ára árið 2014 munu fylgja sömu þróun og árgangahópur 1978 - 1987 þá verða árið 2030 aðeins 80 einstaklingar á aldrinum 22 – 31 árs. Stærsti árgangahópur samfélagsins árið 2014 var fólk sem komið er að komast á elli lífeyrisaldur eða verður komið það innan 13 ára. Það er mjög alvarlegt því einn helsti tekjustofn sveitarfélaga er útsvartekjur af tekjum íbúanna.

 Samburður Húnaþing Ísland

Þó sveitarfélagið Húnaþing vestra sé hér tekið og krufið þá er það ekkert einsdæmi, síður sem svo. Að mörgu leyti betur statt og öflugra en mörg önnur. Þessi staða er af svipuðu toga hjá mörgum samfélögum á Íslandi. Hver ástæðan er verður ekki lagt mat á hér. Hins vegar verður gefinn upp boltinn um hvort þessi samfélög eru í raun að sækja vatnið yfir lækinn ef þau sækja þá vatnið yfirleitt.

Eiga samfélög sem eru í svipaðri stöðu og Húnaþing vestra það sameiginlegt að hafa:
Nýtt sér sérstöðu og styrkleika sína til að koma sér á framfæri?
Markaðssett sig með tilliti til þeirra?
Hafa þau auglýst upp hversu gott, ódýrt og þægilegt er að eiga þar heim?
Hafa þau mótað sér stefnu með framtíðarsýn, markmiðum og gildum?
Hafa þessi samfélög hugsað inná við til styrkingar?
Getur verið að þessi samfélög séu í raun sjálfum sér verst?

Fækkun fólks í samfélögum veldur öfugum snjóboltaáhrifum á íbúafjöldann. Eftir því sem færri eiga þar heima minnkar hvatinn fyrir aðra til að eiga þar heima. Við áhorf, hlustun, lestur og vafr um þræði samfélagsmiðla og himingeima internetsins, þá er alveg ljóst að mörg samfélög vinna að því leynt og ljóst að markaðssetja sig. Þessi samfélög hafa áttað sig á því að viðskiptavinir þeirra eru íbúarnir og verðandi íbúar. Þeim mun fleiri sem íbúarnir eru þeim mun meiri tekjur og þeim mun betra og öflugra samfélag. Önnur samfélög virðast halda að þetta gerist einfaldlega af sjálfusér, en staðreyndin eru öðru nær.

Samfélag sem er sömu stöðu og Húnaþings vestra hefur í raun engu að tapa. Ef ekkert er að gert er dæmið sjálfkrafa búið. Á ákveðnum tímapunkti  í rekstri stofnanar, fyrirtækja og einstaklingar er náð, komið niður fyrir sultarmörk .þá er staðan sú að ekkert afl, engir fjármunir, ekkert lánstraut er til að gera það sem það hefði þurft að gera fyrir löngu. Þá hættir samfélagið að geta veitt íbúum sínum þjónustu. Það er engin töfralausn að sameina sveitarfélög, það breytir engu. Þó sveitarfélagið sé stækkað þá er samfélagið það sama á sama staða. Aðeins er verið að kaupa sér gálgafrest. Á því svæði sem íbúafjöldinn hefur verið kannaður er búar að eiga sér stað samningar á síðast liðnum 20 árum en samt heldur fólkinu áfram að fækka sameiningin ein og sér skila þar af leiðandi ekki árangri.

Samfélög í þessarri stöðu þurfa að leggja allt undir til að snúa þessarri þróun við á meðan þau geta. Því ekki að taka áhættuna sem er í raun engin áhætta, ef ekkert er að gert gerist það sama og verkefnið mistakist.

Frum talnagögn eru frá Hagstofu Íslands, hagstofan.is.


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir