Falleg hefð í Finnlandi

Það er falleg hugsun á bakvið tæplega 80 ára gamla hefð í Finnlandi. Árið 1930 var Finnland fátækt land og ungbarnadauði tíður. Þá varð til sú hugmynd að allar verðandi mæður fengju kassa með helstu hlutum sem ungabörn þurfa á að halda fyrstu mánuðina í lífi sínu. Var þetta gert til þess að öll börn fengju tækifæri til að byrja jafnt, óháð stétt eða bakgrunni fjölskyldunnar. Frá þessu greindi BBC.

Þessi fallega hefð lifir enn og geta allar finnskar konur nálgast svona kassa. Í kassanum er sem áður segir allt það helsta sem barn þarf á að halda og má þar nefna samfellur, léttan útigalla, snjógalla, húfur, vettlinga, bleyjur, baðdót en auk þess er dýna í botninum á kassanum svo hægt er að nýta kassann eins og vöggu þar til rimlarúmið er dregið fram.

Mæðurnar geta þó valið það að fá pening í stað kassans, en upphæðin er ekki næstum því eins mikil og virði kassans er, enda velja flestar konur að fá kassann. Eina skilyrðið til þess að fá kassann er að vera búin að fara í skoðun hjá lækni eða ljósmóður á fyrstu 4 mánuðunum og er þetta því ekki síður hvatning til kvennana að fara í mæðraeftirlit.
Íslendingar ættu að taka Finnlendinga sér til fyrirmyndar og hjálpa nýbökuðum mæðrum og veita þannig jafnan grundvöll fyrir börn hér á landi.  

.


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir