Hvað er eiginlega að mér?

Það mætti segja að ég væri dómhörð en það vita það kannski ekki allir af því að ég tjái ekki skoðanir mínar á Facebook í hvert skipti sem að kemur nýtt hneykslismál um ríkisstjórnina. Ástæðan er hinsvegar líklega sú að ég þori því ekki af því að mér er nett sama um allt þetta rugl sem að er í gangi. Ég þori hinsvegar ekki að viðurkenna það í ótta um að vera hálshöggvin af áhugasömum yfirdrullurum ríkisstjórnarinnar. Hér með viðurkennist það. Spilling, aflandsfélög, Simmi Dé, Bjarni Ben að baka kökur, Píratar eru vitleysingar… mér er bara eiginlega alveg sama. Misskiljið mig ekki, mér finnst þetta ekki frábært en ég er ekkert að bráðna úr reiði. Ætli Sjálfsstæðisflokkurinn hafi ekki unnið kosningarnar í gær vegna svona leiðindapésa eins og mér. Þeir fengu ekki mitt atkvæði en mér finnst þeir ekkert slæmir.

Hvað er eiginlega að mér? Á ég að vera brjáluð? Eiga allir að vera reiðir?

Ég er ekki reið. Er ég gallað eintak af ungum Íslending?

Mér finnst fróðlegt að lesa innlegg og pistla á Facebook því að það eru allir svo reiðir. Eru allir hættir að líta á björtu hliðarnar og sjá hversu gott við höfum það? Það er ýmislegt sem að má bæta en fullkomið samfélag er ekki til. Viljir þú skapa þér góða framtíð, þá geriru það sjálfur. Ríkisstjórnin er ekki að fara að gera það fyrir þig og heldur ekki að fara eyðileggja það fyrir þér. Ég er í fæðingarorlofi með dóttir mína, er í 100% háskólanámi og vinn líka hlutastarf með. Þetta geri ég til þess að skapa mér og mínum gott líf í staðin fyrir að kvarta undan lélegu fæðingarorlofi og skítlegu námslánakerfi. Ég er bara komin með bullandi ógeð af þessu væli í fólki. Það er margt sem að má bæta í samfélaginu okkar en það er líka margt sem að er frábært. Öllu reiða fólkinu virðist bara vera alveg sama um það. 


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir