Lítum upp

Alltof margir í dag eiga snjallsíma. Margir eru háðir símanum sínum, fara með hann hvert sem er. Síminn er farinn að stjórna okkur í daglegu lífi. Hann er það fyrsta sem við skoðum þegar við vöknuð og síðasta sem við skoðum áður en við förum að sofa. Hann er alltaf nálægt okkur. Við erum að missa af því að lifa lífinu. Það er ekki hægt að fara út að borða án þess að kíkja hvað er að gerast í símanum í stað þess að njóta samveru stundar með góðum vinum. Ef farið er eitthvert þá þarf að taka myndir og setja á netið, af því annars gerðist það ekki. Heimurinn er orðin mjög tæknivæddur og er tæknin mjög góð að mörgu leyti en hún er líka orðin mjög slæm. Sá myndband um daginn sem fékk mig til að hugsa hvað síminn er orðin stór partur af deginum okkar. Fólk er að missa af fyrstu skrefum barnanna sinna vegna símans. Börnin þurfa að berjast um athygli foreldra við símann. 
Leggjum símann frá okkur og njótum þess að vera saman, eigum notalega stund með börnunum okkar og þeim sem okkur þykir vænt um. Það gerir meira fyrir þig heldur en að skrolla upp og niður í símanum. Hugsum okkur betur um hvað tíminn okkar fer í. 

 

 


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir