Tímaflakk - milli svefn og vöku

Veldur tímabelti

Þegar ég fæddist þá átti ég ekkert val, ég bara rann í veröldina sem ég hafði hlustað á úr fjarlægð. Þegar ég opnaði augun þá var ég á framandi stað með fullt af verum sem ég kannaðist ekki við. En hafði samt heyrt þeirra málróm sem djúpan nið.

Svo byrjaði lífið sem einstaklingur. Ekki einn og óstuddu heldur borinn, klæddur, nærður umlukinn hlýju og alúð. En vissi ég það? Var ég ekki bara að reyna að hasla mér völl, láta taka eftir mér, stjórna. Líklega var það ekki svo, ég fékk að nærast þegar það þótti rétt og látinn sofa þegar það þótti tilhlýðilegt. Ég ákvað það samt sjálfur hvenær ég vaknaði og lét vita um eitthvað sem ekki var vitað hvað, en fékk þá snuð eða eitthvað til að nærast eða var vaggað sitt á hvað. Skrýtið að fatta ekki að snuð væri bara plat.

Svo lærði ég á lífið og heiminn og heimurinn lærði á mig. Ég vildi vera sjálfstæður en var kennt að haga mér sómasamlega. Það var ekki einfalt, reglurnar voru flókar. Sumt mátti í dag og annað á morgun. Af hverju þurfti að vera öðruvísi þegar gesti bar að? Af hverju varð að borða allan mat? Það var ekki allt gott, bragðið var vont og lyktin ógeðsleg. Af hverju þurftu að vera fínn á morgun en ekki í dag? Það var alveg eins dagur, sólin kom upp og settist síðan aftur. Hver var munurinn? Það lærðist smátt og smátt, það var ekki allt eins. Það voru ekki allir jafnir, sumir voru jafnari en aðrir. Hvers vegna var ég vondur? Ég man ekki fyrir hvað.

Það leið allt að sjálfu sér, engar áhyggjur, engin ábyrgð, ekkert val. Fékk allt skaffað, nema hvað. Allt var svo sjálfssagt. Eins og að lifa í draumi. En svo fór ég að vakna, varð að taka ábyrgð, sjá um mig sjálfur. Fór ekkert á bólakaf, heldur var látinn taka það skref fyrir skref. En skrámurnar urðu margar og misjafnlega stóra en svarið var. Það grær áður en þú giftir þig! Þrátt fyrir að vera orðinn sjálfbjarga, sjálfstæður á eigin vegum þá fækkaði ekki skrámunum en þær breyttust og urðu með tímanum dýpri og sárari. Ég mun líklega aldrei gifta mig, þar fór það. Að særa og meiða, hefur það einhvern tilgang? Verð ég eitthvað betri þó öðrum líf ver?

Ég ákvað að ætla að vera ég sjálfur. Ef hverju mátti ekki vera í gulum sokkum, rauðum bola og bláum buxum, hvað var asnalegt við það? Hvað var það sem sagði að það væri asnalegt? Það þurfa ekki allir að vera eins. Að vera maður sjálfur er lúxus svona hérumbil, en það halda allir áfram að segja manni til.

Þegar loks eggið er farið að kenna hænunni. Þá er mál að linni. Hvort kom á undan, þetta átti ég að kunna.

Þegar svo allt er búið. Til hvers var það allt? Ég vissi ekkert þegar ég kom og veit ekkert þegar ég fer. Ég átti ekkert þegar ég kom og á ekkert þegar ég fer. Hvers virði er allt heimsins glingur þegar ég er bundinn inn í viðjar vanans, já þín og mín.

Það er auðvelt að segja öðrum tll, en ég veit ekki hvað ég vil.


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir