Verum duglegri að hafa samband

Í sumar vann ég á dagheimili fyrir eldri borgara og var það fyrsta sinn sem ég hef unnið við ummönnun og félagsstarf tengt eldri borgurum og var ég ekki viss hvað ég var að koma mér út í. Það kom mér mikið á óvart hvað við unga kynslóðin getum lært mikið af eldri kynslóðinni og svo öfugt. Ég tel það mjög mikilvægt fyrir ungt fólk að vera í kringum eldra fólk, það gefur manni mjög mikið, meira en þú getur ímyndað þér. Ekki bjóst ég við því að læra svona mikið af þeim. Það sem kom mér mikið á óvart var hversu mikið af íslenskum orðum sem hafa gleymst og jafnvel týnst í orðaforða hjá yngri kynslóðinni og enskuslettur hafa tekið við.

        Mér fannst samt mjög gaman að heyra hvað þau höfðu mikið að segja frá sinni æsku, sem er mikið breytt miðað við mína æsku. Mikið hefur breyst á okkar landi. Flest af þeim byrjuðu að vinna mjög snemma og þurftu að sjá um fjölskyldu sína, mörg hafa átt mjög erfiða æsku. Ég man þegar ég var yngri og var að gera skólaverkefni og hringdi í ömmu , hún gat talað endalaust um sína æsku og hvað uppeldið var allt öðruvísi en það er í dag mér fannst það yndislegt að hlusta á hana. Það er endalaust hægt að sitja og hlusta á þau, það er svo margt spennandi og áhugavert sem þau hafa að segja. Flest eldra folk var svo þakklátt bara einungis fyrir að ef ég settist hjá þeim og byrjaði að tala við þau, það þarf ekki mikið meira. 

 Í dag eru allir orðnir svo upptekinir í sínu, það er vinnan, áhugamál, fjölskyldan og einfaldlega lítill tími sem gefst til þess að heimsækja ástvini sína. Við eigum að vera mun duglegri að heimsækja þau, því þau eru mjög þakklátt bara einungis fyrir símhringingu. Þau eru hætt að vinna, sum kannski hafa misst maka sinn og búa ein. Klukkutími er ekki mikill tími en það er nóg til að renna við og fá sér einn kaffisopa og spjalla. Við höfum einnig bara gott að því að slaka aðeins á í okkar daglegu rútínu. 

 Börn eru í miklu uppáhaldi hjá eldra fólki. í sumar kom Svavar Knútur með son sinn sem var þriggja ára og fans mér gamla fólkið hafi haft meira gaman af barninu heldur en Svavari sjálfum.

Munum bara að slaka á í amstri dagsins og muna að hugsa um ástvini okkar, því við viljum að það verði hugsað um okkur í ellinni svo við verðum að gera það saman.

Munum að njóta þess að vera með þeim sem okkur þykir vænt um áður en það verður of seint.

 


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir