Jenný naglafræðingur

Jenný er 27 ára naglafræðingur. Hún byrjaði að vinna heima hjá sér en kúnnahópurinn stækkaði ört svo hún varð að finna sér betri aðstöðu. .Þá byrjaði hún að vinna á hárgreiðslustofunni Manhattan en þar er einnig snyrtistofa. Það er því hægt að koma í gott „make-over“ á eina og sama staðnum á Manhattan. 

 

Hvenær byrjaðir þú að gera neglur?

„Ég byrjaði í Naglaskólanum hjá Heilsu og Fegurð í Kópavogi haustið 2010 og byrjaði strax að vinna við þetta. Þá vann ég heimanfrá mér til að byrja með og tók svo naglaprófið í apríl 2011. Stuttu seinna fór ég og lærði augnháralengingarnar hjá Hafnarsport. Það er mjög fínt að tvinna þetta tvennt saman." 

 

Hvað finnst þér skemmtilgast við að gera neglur?

"Mér finnst skemmtilegast hvað stelpur eru spenntar og ánægðar þegar þær eru komnar með nýjar og fínar neglur eftir mig, hvort sem þær eru mjög einfaldar eða vel skreyttar.
Einnig er gaman að geta verið skapandi og reyna við allskyns útfærslur af nöglum."

 

Eru gervineglur að verða vinsælli?

"Já þetta hefur aukist mjög mikið undanfarin ár, valmöguleikarnir eru orðnir svo margir og úrvalið líka. Svo eru Hollywood stjörnurnar duglegar að sýna sínar neglur og það verða til allskonar tískur í þessu."

 

Eru gervineglur fyrir alla?

"Já, alla sem hafa náð a.m.k fermingaraldri. Gervineglurnar eru einnig sniðugar fyrir þær sem naga á sér neglurnar og vilja hætt því eða þær sem ná illa að safna nöglum."

 

Hvað er algengast í augnablikinu ? 

"Svokallaðar Stiletto-neglur (oddmjóar) og Almond (möndlulaga) hafa verið svakalega vinsælar undanfarið. Þá eru þær oft hafðar heillitaðar .ístaðin fyrir þetta týpíska french þar sem hvít rönd er sett fremst á nöglina.Ballerina-formið er líka að koma sterkt inn, þá eru neglurnar pússaðar aðeins inn á hliðunum, mjókka aðeins að enda en hafa þveran topp.
Hvað litina varðar þá hafa hlutlausar neglur (nude) verið mjög vinsælar og svo svart, plómu, rauðar og gráar og svo hafa mattar neglur verið vinsælar."

 

Hefuru fengið skemmtileg verkefni?

"Já ég hef t.d. gert neglur í grein fyrir jólablað Séð&Heyrt, verið með á konukvöldum og kynningum. Ég gerði neglur á Ásdísi Lísu sem tók þátt í fegurðarsamkeppni í Noregi 2013, Hildi Kristínu sem söng lagið Fjaðrir í undankeppni Eurovision 2015. Einnig er ég að sjá um neglurnar á Siggu Kling og Ásdísi Rán, en þær þurfa oft neglur fyrir ýmis tilefni."

 

.


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir