"Miðbærinn er í sókn"

Ég settist niður með Kristjáni, eiganda Símstöðvarinnar og ræddi við hann um kaffihúsamenningu akureyringa í kringum jólavertíðina.

„Fólk kemur í meira magni á kaffihús yfir jólin, yfirleitt yfir kaffitímann, svona seinnipartinn og á laugardögum og sunnudögum. Fólk er kanski að versla í búðunum hérna í kring og kíkir svo við í einn kaffibolla,“ segir Kristján en bætir við að fólk mætti vera duglegri við að fara í miðbæinn, skoða í búðum og setjast inn á kaffihús. „Ég skil að þetta er dýrt fyrir heila fjölkyldu að fá sér kaffi og kökusneið en það þarf ekkert endilega að versla einhvern heilan helling, fólk getur líka keypt sér einn kaffibolla til að drekka yfir spjalli.“

Kristján segir að sérstöku jóla kaffidrykkirnir laði fólk að og því finnist mjög gaman að koma og smakka eitthvað nýtt. Cappucino og latte eru þó alltaf vinsælustu kaffidrykkirnir.

„Þróunin með miðbæi í heiminum er sú að veitingastöðum og kaffihúsum er að fjölga, á kostnað búðanna. Miðbærinn var alveg dauður en mér finnst hann vera í sókn núna,“ segir Kristján og bætir við „Mér heyrist á fólki að það séu bjartir tímar framundan, núna hefur miðbærinn dreifst betur um Hafnarstrætið og hann er að lifna við.“

Kristján minnir á það að það er ekki nóg að halda miðbænum uppi á sumrin og fólk þarf að vera duglegt að fara út og láta sjá sig á veturna líka. 


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir