Flýtilyklar
Viðtöl
Bára Atladóttir hannar og saumar einstaka kjóla
Viðtöl|
03.11.2015 |
Bára Atladóttir er ung og upprennandi saumakona en hún hannar og saumar flíkur sem hún selur á facebook síðu sinni. Hún hefur verið að sniglast við saumavélina svo lengi sem hún man eftir sér. Mamma hennar hefur alltaf verið mikil saumakona, en hún saumaði öll föt á hana sem barn.
Hornin voru mín bestu leikföng
Viðtöl|
20.10.2015 |
Bernskuminningar Indriða Ketilssonar á Ytra-Fjalli í Aðaldal.
Áhersla lögð á glæsileika og sérstöðu umbúða
Viðtöl|
20.10.2015 |
Álfheiður Eva Óladóttir og Bylgja Bára Bragadóttir stofnuðu fyrirtækið MIA árið 2012 og eru þær með aðsetur í Mosfellsbæ. Árið 2013 vann fyrirtækið Frumkvöðlakeppni kvenna á vegum Íslandsbanka, FKA og Opna Háskólans um bestu viðskiptaáætlunina og hlaut veglegan styrk að lokum. Sápurnar hafa náð miklum vinsældum á Íslandi og má finna þær í flestum verslunum og apótekum.
Hafragrautur, slátur og fimm tonn af osti
Viðtöl|
19.10.2015 |
Ég minnist þess í æsku að þykja það merkilegt að afi Guðmundur kysi að borða hafragraut á aðfangadagsmorgun. Hann hefur alla sína ævi kosið að hefja hvern dag á grautarskál sem amma Halldóra útbýr oftar en ekki. Þær morgunstundir sem ég á kost á að njóta með þeim hafa reynst mér dýrmætar og get ég ekki ímyndað mér betra upphaf á degi. Því varð úr að ég ákvað að hafragrautarát afa, morgunstundin sjálf, yrði viðfangsefni vettvangsrannsóknar minnar. Þetta er svo sannarlega stund sem ég vil skrásetja og festa betur í minni mínu. Í leiðinni notaði ég tækifærið og kynnti mér örlítið betur matarmenningu afa og hvaða gildi hafragrauturinn hefði fyrir hann. Í annars smáu verkefni sjáum við þó breytta menningu, frá því að afi borðaði grautinn sem barn því hann var saðsamur og ódýr til þess dags í dag þar sem hafrar eru rækilega markaðsett vara sem telst vera hjartastyrkjandi og mannbætandi.